Íslenski boltinn

Sextán ára unglingalandsliðsmaður frá Akranesi semur við FCK

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hákon Arnar Haraldsson boðinn velkominn til FCK.
Hákon Arnar Haraldsson boðinn velkominn til FCK. Mynd/FCK.DK

Skagamaðurinn Hákon Arnar Haraldsson er farinn til danska félagsins FC Kaupmannahafnar en þetta er staðfest á heimasíðu félagsins í dag.

Hákon Arnar Haraldsson er enn bara sextán ára en hefur leikið ellefu leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim fjögur mörk.Hákon Arnar, sem er fæddur árið 2003, hefur ekki fengið tækifæri með ÍA í Pepsi Max deildinni og bætist þar með í hóp þeirra stráka sem fara út án þess að spila í efstu deild á Íslandi.

Hann var í íslenska sautján ára landsliðinu sem tók þátt í úrslitakeppni EM í Írlandi í maí og spilaði þá í leikjunum á móti Rússlandi og Ungverjalandi.

Foreldrar Hákon Arnars náðu miklum árangri í fótboltanum og voru þau bæði margfaldir Íslandsmeistarar og landsliðsfólk. Það eru þau Haraldur Ingólfsson og Jónína Víglundsdóttir.

Eldri bróðir hans, Tryggvi Hrafn Haraldsson, reyndi fyrir sér í atvinnumennsku í Svíþjóð en spilar með ÍA liðinu í Pepsi Max deild karla í sumar.

Líkt og Tryggvi Hrafn þá spilar Hákon Arnar framarlega á vellinum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.