Skipstjóri björgunarskipsins segir Evrópuþjóðir hafa engan áhuga á að leysa vandann Sylvía Hall skrifar 27. júní 2019 22:08 Carola Rackete, skipstjóri Sea-Watch 3, er harðorð í garð stjórnvalda í Evrópu. Vísir/Getty Carola Rackete, skipstjóri björgunarskipsins Sea-Watch 3, gagnrýnir stjórnvöld Evrópuþjóða fyrir aðgerðarleysi í málefnum flóttafólks og segir þau hafa engan áhuga á því að finna lausn á því ástandi sem nú ríkir. Reuters greinir frá. Rackate er 31 árs Þjóðverji og hefur vakið athygli í ítölskum fjölmiðlum fyrir starf sitt í þágu flóttafólks. Hún gagnrýndi ákvörðun innanríkisráðherra Ítalíu, Matteo Salvini, um að loka höfnum landsins fyrir skipum félagasamtaka sem aðstoða flóttafólk harðlega eftir að hann sagði slíka starfsemi nátengda mansali.Sjá einnig: Björgunarskip fullt af flóttafólki fór til Ítalíu þvert á tilmæli stjórnvalda Hún segist hafa reynt árangurslaust að koma á samstarfi við yfirvöld víða um álfuna, þar á meðal Ítalíu, Þýskaland, Möltu og Frakkland. Þá hefur hún einnig falast eftir því að vinna með Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins án árangurs. „Það hefur verið gert alveg ljóst að enginn þessara leikmanna hefur nokkurn áhuga á því að finna lausn og það hefur alltaf verið við sem stígum skrefin,“ sagði Rackete sem segir þau hafa verið yfirgefin.42 um borð og engin lausn í sjónmáli Sea-Watch 3 er nú staðsett fyrir utan ítölsku eyjuna Lampedusa en Rackete ákvað að sigla í átt að ítölsku strandlengjunni eftir fjórtán daga á ballarhafi. Hún hafi tekið þá ákvörðun þar sem hún taldi ítölsk neyðarsiglingalög heimila það. Skipið hafði upphaflega sótt 53 flóttamenn við strendur Líbíu en ellefu hafa verið fjarlægðir af skipinu af ítölsku landhelgisgæslunni af heilsufarsástæðum. Talsmaður Sea-Watch, Giorgia Linardi, sagði á Twitter að skipið hefði reynt að komast að höfn en lögregla hefði stöðvað för þess og neyddist skipstjórinn því til að stöðva skipið við eyjuna. Hópur þingmanna stjórnarandstöðunnar hafa farið um borð í skipið og neita að fara í land fyrr en málið verði leyst. Þá hefur Evrópusambandið biðlað til stjórnvalda landsins að finna skjóta lausn fyrir flóttafólkið. Flóttamenn Ítalía Tengdar fréttir Björgunarskip fullt af flóttafólki fór til Ítalíu þvert á tilmæli stjórnvalda Forsætisráðherra Ítalíu segir innflutning fólks ekki eiga að vera í höndum þeirra sem taka lögin í sínar hendur. 26. júní 2019 23:18 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira
Carola Rackete, skipstjóri björgunarskipsins Sea-Watch 3, gagnrýnir stjórnvöld Evrópuþjóða fyrir aðgerðarleysi í málefnum flóttafólks og segir þau hafa engan áhuga á því að finna lausn á því ástandi sem nú ríkir. Reuters greinir frá. Rackate er 31 árs Þjóðverji og hefur vakið athygli í ítölskum fjölmiðlum fyrir starf sitt í þágu flóttafólks. Hún gagnrýndi ákvörðun innanríkisráðherra Ítalíu, Matteo Salvini, um að loka höfnum landsins fyrir skipum félagasamtaka sem aðstoða flóttafólk harðlega eftir að hann sagði slíka starfsemi nátengda mansali.Sjá einnig: Björgunarskip fullt af flóttafólki fór til Ítalíu þvert á tilmæli stjórnvalda Hún segist hafa reynt árangurslaust að koma á samstarfi við yfirvöld víða um álfuna, þar á meðal Ítalíu, Þýskaland, Möltu og Frakkland. Þá hefur hún einnig falast eftir því að vinna með Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins án árangurs. „Það hefur verið gert alveg ljóst að enginn þessara leikmanna hefur nokkurn áhuga á því að finna lausn og það hefur alltaf verið við sem stígum skrefin,“ sagði Rackete sem segir þau hafa verið yfirgefin.42 um borð og engin lausn í sjónmáli Sea-Watch 3 er nú staðsett fyrir utan ítölsku eyjuna Lampedusa en Rackete ákvað að sigla í átt að ítölsku strandlengjunni eftir fjórtán daga á ballarhafi. Hún hafi tekið þá ákvörðun þar sem hún taldi ítölsk neyðarsiglingalög heimila það. Skipið hafði upphaflega sótt 53 flóttamenn við strendur Líbíu en ellefu hafa verið fjarlægðir af skipinu af ítölsku landhelgisgæslunni af heilsufarsástæðum. Talsmaður Sea-Watch, Giorgia Linardi, sagði á Twitter að skipið hefði reynt að komast að höfn en lögregla hefði stöðvað för þess og neyddist skipstjórinn því til að stöðva skipið við eyjuna. Hópur þingmanna stjórnarandstöðunnar hafa farið um borð í skipið og neita að fara í land fyrr en málið verði leyst. Þá hefur Evrópusambandið biðlað til stjórnvalda landsins að finna skjóta lausn fyrir flóttafólkið.
Flóttamenn Ítalía Tengdar fréttir Björgunarskip fullt af flóttafólki fór til Ítalíu þvert á tilmæli stjórnvalda Forsætisráðherra Ítalíu segir innflutning fólks ekki eiga að vera í höndum þeirra sem taka lögin í sínar hendur. 26. júní 2019 23:18 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira
Björgunarskip fullt af flóttafólki fór til Ítalíu þvert á tilmæli stjórnvalda Forsætisráðherra Ítalíu segir innflutning fólks ekki eiga að vera í höndum þeirra sem taka lögin í sínar hendur. 26. júní 2019 23:18