Björgunarskip fullt af flóttafólki fór til Ítalíu þvert á tilmæli stjórnvalda Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. júní 2019 23:18 Hér sést skipið, Sea-Watch 3, sigla til hafnar í Sikileyjum eftir að hafa bjargað tugum flóttafólks í apríl 2018. Getty/Vísir Björgunarskip sem hafði innbyrðis flóttafólk sem bjargað hafði verið í Miðjarðarhafinu kom að bryggju á ítölsku eyjunni Lampedusa, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli ítalskra stjórnvalda um að halda sig frá landhelgi Ítalíu. Samkvæmt skipstjóra björgunarskipsins komu lögreglumenn um borð í bátinn til þess að varna því að flóttafólkið stigi fæti úr bátnum. „Ég veit að þetta er áhættusamt, en flóttafólkið er uppgefið. Ég mun koma þeim í öruggt skjól,“ sagði Carola Rackete skipstjóri. Starfandi forsætisráðherra Ítalíu virtist þó ekki hafa sömu hugmyndir og skipstjórinn en hann lýsti því yfir að flóttafólkinu yrði meinað að stíga frá borði og á ítalska grundu. „Innflutningur fólks á ekki að vera í höndum skipa [áhafna skipa] sem taka lögin í sínar hendur,“ ritaði Salvini á Facebook-síðu sína fyrr í dag. Hann sagðist þá hafa komið á framfæri opinberum mótmælum við hollensk yfirvöld vegna málsins, en björgunarskipið er með skráða heimahöfn í Hollandi og siglir undir merkjum þýska góðgerðarfélagsins Sea-Watch. Ítölsk yfirvöld höfðu áður hótað að sekta skipið vegna ferða til og frá Lampedusa, sem er syðsta eyja Ítalíu. Forstjóri Sea-Watch, Johannes Bayer, segir skipstjóra skipsins ekki hafa átt annarra kosta völ en að setja stefnuna á Lampedusa eftir að hafa bjargað tugum flóttafólks af litlum gúmmíbát á Miðjarðarhafinu fyrr í þessum mánuði. „Við siglum inn í Ítalska landhelgi þar sem við höfðum engan annan valkost til þess að tryggja öryggi gesta okkar, hvers grunnmannréttindi hafa verið brotin nógu lengi.“ Flóttamenn Ítalía Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Björgunarskip sem hafði innbyrðis flóttafólk sem bjargað hafði verið í Miðjarðarhafinu kom að bryggju á ítölsku eyjunni Lampedusa, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli ítalskra stjórnvalda um að halda sig frá landhelgi Ítalíu. Samkvæmt skipstjóra björgunarskipsins komu lögreglumenn um borð í bátinn til þess að varna því að flóttafólkið stigi fæti úr bátnum. „Ég veit að þetta er áhættusamt, en flóttafólkið er uppgefið. Ég mun koma þeim í öruggt skjól,“ sagði Carola Rackete skipstjóri. Starfandi forsætisráðherra Ítalíu virtist þó ekki hafa sömu hugmyndir og skipstjórinn en hann lýsti því yfir að flóttafólkinu yrði meinað að stíga frá borði og á ítalska grundu. „Innflutningur fólks á ekki að vera í höndum skipa [áhafna skipa] sem taka lögin í sínar hendur,“ ritaði Salvini á Facebook-síðu sína fyrr í dag. Hann sagðist þá hafa komið á framfæri opinberum mótmælum við hollensk yfirvöld vegna málsins, en björgunarskipið er með skráða heimahöfn í Hollandi og siglir undir merkjum þýska góðgerðarfélagsins Sea-Watch. Ítölsk yfirvöld höfðu áður hótað að sekta skipið vegna ferða til og frá Lampedusa, sem er syðsta eyja Ítalíu. Forstjóri Sea-Watch, Johannes Bayer, segir skipstjóra skipsins ekki hafa átt annarra kosta völ en að setja stefnuna á Lampedusa eftir að hafa bjargað tugum flóttafólks af litlum gúmmíbát á Miðjarðarhafinu fyrr í þessum mánuði. „Við siglum inn í Ítalska landhelgi þar sem við höfðum engan annan valkost til þess að tryggja öryggi gesta okkar, hvers grunnmannréttindi hafa verið brotin nógu lengi.“
Flóttamenn Ítalía Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira