Erlent

Demókratar samþykktu landamærafrumvarp með semingi

Andri Eysteinsson skrifar
Nancy Pelosi sagði Demókrata samþykkja frumvarpi með tregðu.
Nancy Pelosi sagði Demókrata samþykkja frumvarpi með tregðu. Vísir/Getty
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp sem mun verða til þess að 4, 6 milljörðum dala verður veitt til að takast á við þann mannfjölda sem freistar þess að komast yfir landamærin frá Mexíkó til Bandaríkjanna.

305 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu en 102 á móti og verður það því sent til Bandaríkjaforseta til staðfestingar. Búist er staðfastlega að forsetinn samþykki það og veiti fjármununum til landamæranna.

Forseti fulltrúadeildarinnar, demókratinn Nancy Pelosi, sagði rétt áður en atkvæðagreiðsla um frumvarpið hófst að að demókratar, sem höfðu verið andsnúnir frumvarpinu, myndu samþykkja það með semingi til þess að geta komið vistum og aðstoð til þurfandi barna við landamærin.

Pelosi og aðrir demókratar höfðu reynt að fá í gegn breytingatillögu sem myndi koma á nýjum heilbrigðisstöðlum fyrir skýli sem ólöglegir innflytjendur, í haldi landamæravarða, dúsa í. Þá hefði tillagan einnig haft í för með sér skerðingar til landamæragæslu Bandaríkjanna.

Stjórnvöld í Hvíta húsinu og meirihluti öldungadeildarinnar lagðist hins vegar á móti breytingunum sem fóru því ekki í gegn. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×