Erlent

Vaknaði með spúandi hver í garðinum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Gedye segist hafa orðið vör við gufustróka í garði sínum í gegnum tíðina. Nú er komin skýring á þeim.
Gedye segist hafa orðið vör við gufustróka í garði sínum í gegnum tíðina. Nú er komin skýring á þeim. Skjáskot/youtube
Íbúi í nýsjálenska bænum Rotorua vaknaði aðfaranótt miðvikudags við dynki og ókyrrð – og gerði strax ráð fyrir að jarðskjálfti stæði yfir. Þegar hún kíkti út um eldhúsgluggann blasti hins vegar við henni óvenjuleg sjón: jörðin hafði opnast og hver myndast í garðinum.

„Það var eiginlega stórkostlegt en öðruvísi og dálítið óhugnanlegt,“ sagði Susan Gedye um hverinn, sem hafði stækkað enn meira þegar hún fór út úr húsi á miðvikudagsmorgun.

Gedye býr á miklu jarðhitasvæði en hverir eru algeng sjón í Rotorua. Brennisteinslykt liggur iðulega yfir bænum og ferðamenn gera sér gjarnan ferð þangað til að líta hverasvæðið augum. Nýja hverinn í garði Gedye má einmitt rekja til þessara jarðhræringa en hún segist hafa orðið vör við gufustróka í garði sínum í gegnum tíðina.

Hverinn heldur áfram að stækka en Gedye neyddist til að flytja úr húsinu ásamt fjölskyldu sinni eftir að vatnspyttur (e. sinkhole) fannst undir eldhúsi hússins. Ekki er gert ráð fyrir að fjölskyldan muni geta flutt aftur inn í húsið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×