„Mér er alveg sama þótt ég móðgi aðra“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. júní 2019 14:01 Donald Trump, Bandaríkjaforseta, var stillt upp við vegg á blaðamannafundi G20-ríkjanna sem lauk í Osaka í Japan í dag. Á fundinum var hann spurður hvers vegna hann hefði ekki getað svarað spurningum um blaðamanninn Jamal Khashoggi að krónprinsinum í Sádi-Arabíu viðstöddum. Vísir/ap Donald Trump, Bandaríkjaforseta, var stillt upp við vegg á blaðamannafundi G20-ríkjanna sem lauk í Osaka í Japan í dag. Á fundinum var hann spurður hvers vegna hann hefði ekki getað svarað spurningum um blaðamanninn Jamal Khashoggi að krónprinsinum í Sádi-Arabíu viðstöddum.Varstu hræddur um að móðga hann með því að tala um þetta?„Nei, alls ekki,“ svaraði Trump um hæl og bætti við. „Mér er alveg sama þótt ég móðgi aðra. Ég hélt einhvern veginn að þú vissir það,“ sagði Trump og beini orðum sínum að blaðamanninum. „Mér semur við alla. Fyrir utan ykkur reyndar,“ sagði Trump um blaðamannastéttina. Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem gerð var opinber í síðustu viku kom fram að raunveruleg sönnunargögn væru fyrir því að krónprinsinn og aðrir hátt settir embættismenn hefðu skipulagt morðið á Khashoggi. Blaðamaðurinn var myrtur á ræðisskrifstofu Sádi-Araba í tyrknesku borginni Istanbúl. Málið vakti mikinn óhug þegar það kom upp í haust og kom illa við samvisku heimsbyggðarinnar. Trump var þá spurður hvort honum þætti morð stjórnvalda á blaðamönnum ekki fyrirlitleg. Hann sagði svo vera. „Mér finnst það hræðilegt,“ sagði Trump og bætti við að það væri sama hver ætti í hlut. Það væri alltaf hræðilegt.Trump og Xi Jinping á góðri stundu fyrir rúmu ári síðan. Forsetarnir hafa nú ákveðið að taka upp þráðinn í samningaviðræðum eftir mikið kuldatímabil í milliríkjasamskiptum.getty/bloombergTaka upp þráðinn í samningaviðræðum Donald Trump, Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, forseti Kína sættust á að hefja samningaviðræður að nýju um mögulega lausn á viðskiptadeilunni. Þetta var niðurstaða fundar sem var utan aðaldagskrár leiðtogafundar G20-ríkjanna í Osaka í Japan. Að fundinum loknum sagði Trump að samræðurnar hefðu verið frábærar. Hann hafði áður boðað frekari tolla á kínverskan innflutning en ákvað að láta af þeim áformum eftir fund þeirra, að minnsta kosti í bili. Trump sagði þá að bandarísk fyrirtæki gætu selt vörur til kínverska tæknirisans Huawei en bandarísk yfirvöld höfðu áður sett hann á bannlista. Trump fundar með forseta Suður-Kóreu í dag.Vísir/apHittir mögulega Kim í dag Donald Trump flaug frá Japan til Suður-Kóreu í dag en á dagskránni er fundur með Moon Jaw-in, forseta Suður-Kóreu. Trump er nýlentur í Suður-Kóreu en hann bauðst einnig til þess að hitta Kim Jong Un, leiðtoga Norður-Kóreu í ferðinni. Óvíst er hvort Kim þiggur boð Bandaríkjaforseta. Donald Trump Kína Morðið á Khashoggi Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseta, var stillt upp við vegg á blaðamannafundi G20-ríkjanna sem lauk í Osaka í Japan í dag. Á fundinum var hann spurður hvers vegna hann hefði ekki getað svarað spurningum um blaðamanninn Jamal Khashoggi að krónprinsinum í Sádi-Arabíu viðstöddum.Varstu hræddur um að móðga hann með því að tala um þetta?„Nei, alls ekki,“ svaraði Trump um hæl og bætti við. „Mér er alveg sama þótt ég móðgi aðra. Ég hélt einhvern veginn að þú vissir það,“ sagði Trump og beini orðum sínum að blaðamanninum. „Mér semur við alla. Fyrir utan ykkur reyndar,“ sagði Trump um blaðamannastéttina. Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem gerð var opinber í síðustu viku kom fram að raunveruleg sönnunargögn væru fyrir því að krónprinsinn og aðrir hátt settir embættismenn hefðu skipulagt morðið á Khashoggi. Blaðamaðurinn var myrtur á ræðisskrifstofu Sádi-Araba í tyrknesku borginni Istanbúl. Málið vakti mikinn óhug þegar það kom upp í haust og kom illa við samvisku heimsbyggðarinnar. Trump var þá spurður hvort honum þætti morð stjórnvalda á blaðamönnum ekki fyrirlitleg. Hann sagði svo vera. „Mér finnst það hræðilegt,“ sagði Trump og bætti við að það væri sama hver ætti í hlut. Það væri alltaf hræðilegt.Trump og Xi Jinping á góðri stundu fyrir rúmu ári síðan. Forsetarnir hafa nú ákveðið að taka upp þráðinn í samningaviðræðum eftir mikið kuldatímabil í milliríkjasamskiptum.getty/bloombergTaka upp þráðinn í samningaviðræðum Donald Trump, Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, forseti Kína sættust á að hefja samningaviðræður að nýju um mögulega lausn á viðskiptadeilunni. Þetta var niðurstaða fundar sem var utan aðaldagskrár leiðtogafundar G20-ríkjanna í Osaka í Japan. Að fundinum loknum sagði Trump að samræðurnar hefðu verið frábærar. Hann hafði áður boðað frekari tolla á kínverskan innflutning en ákvað að láta af þeim áformum eftir fund þeirra, að minnsta kosti í bili. Trump sagði þá að bandarísk fyrirtæki gætu selt vörur til kínverska tæknirisans Huawei en bandarísk yfirvöld höfðu áður sett hann á bannlista. Trump fundar með forseta Suður-Kóreu í dag.Vísir/apHittir mögulega Kim í dag Donald Trump flaug frá Japan til Suður-Kóreu í dag en á dagskránni er fundur með Moon Jaw-in, forseta Suður-Kóreu. Trump er nýlentur í Suður-Kóreu en hann bauðst einnig til þess að hitta Kim Jong Un, leiðtoga Norður-Kóreu í ferðinni. Óvíst er hvort Kim þiggur boð Bandaríkjaforseta.
Donald Trump Kína Morðið á Khashoggi Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira