Íslenski boltinn

Barbára skaut Selfyssingum í undanúrslit

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Selfyssingar eru komnir í undanúrslit
Selfyssingar eru komnir í undanúrslit vísir/bára
Selfoss er komið áfram í undanúrslit Mjólkurbikars kvenna eftir 2-0 sigur á HK/Víkingi í 8-liða úrslitunum á Selfossi í dag.

Það var markalaust í hálfleik á JÁverk vellinum á Selfossi og leikurinn ekki mikið fyrir augað.

Barbára Sól Gísladóttir braut ísinn með marki á 71. mínútu og kom heimakonum yfir. Hún gekk svo frá leiknum með öðru marki fjórum mínútum síðar eftir sendingu Hólmfríðar Magnúsdóttur.

HK/Víkingur náði ekki að svara og Selfoss vann 2-0 sigur.

Selfyssingar bætast því í hóp Fylkis, KR og Þór/KA í undanúrslitunum en dregið verður í þau á mánudag.

Upplýsingar um úrslit og gang mála eru fengnar frá Fótbolta.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×