Enski boltinn

Rashford að skrifa undir nýjan fimm ára risa samning

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rashford verður framherji númer eitt á næstu leiktíð hjá Manchester United.
Rashford verður framherji númer eitt á næstu leiktíð hjá Manchester United. vísir/getty
Marcus Rashford er nálægt því að skrifa undir nýjan fimm ára samning við Manchester United sem gefur honum duglega í vasann.

United vonoast eftir því að geta tilkynnt um nýjan samning fyrir æfingaferð sína til Ástralíu en Ole Gunnar Solskjær og lærisveinar hans fara til Ástralíu áttunda júlí.







Talið er að vikulaun Rashford verði um 250 þúsund pund en núverandi samningur hans hljóðaði upp á um 150 þúsund pund á viku.

Þessi 21 ára gamli enski framherji hefur verið orðaður við lið víðast hvar um Evrópu en nú er framtíð hans komin á hreint. Hann verður áfram á leikvangi draumanna.

Rashford var fyrsti kostur Norðmannsins, Solskjær, í framlínuna á síðustu leiktíð og verður það væntanlega áfram því Romelu Lukaku og Alexis Sanchez eru væntanlega báðir á förum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×