Enski boltinn

Woodward sendi starfsfólki Man. United tölvupóst um stöðuna á leikmannamarkaðnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Woodward er umdeildur.
Woodward er umdeildur. vísir/getty
Ed Woodward, stjórnarformaður Manchester United, sagði í tölvupósti sem hann skrifaði út til starfsfólks félagsins fyrir helgi að það ætti að búa sig undir fleiri og spennandi leikmannakaup í sumar.

United staðfesti í gær komu Aaron Wan-Bissaka en hann kemur til félagsins frá Crystal Palace. Í tölvupóstinum umrædda til starfsmanna staðfesti Woodward endanlega komu Wan-Bissaka.







Í tölvupóstinum skrifar Woodward að þrátt fyrir hasarinn á leikmannamarkaðinum sé starfsfólk United ásamt stjóranum, Ole Gunnar Solskjær, að vinna vel og vandlega bakvið tjöldin að því að kaupa fleiri leikmenn.

Þar sagði stjórnarformaðurinn að stefnan væri að kaupa inn „spennandi leikmenn“ sem koma sér vel í langtímastefnu félagsins.

Tölvupósturinn rataði í hendur Telegraph sem greindi svo frá málinu en United hefur nú þegar keypt Wan-Bissaka og svo Daniel James frá Swansea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×