Minnti á að íslenska liðið hefði þurft að bíða lengi eftir komuna frá Konya Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júní 2019 10:57 Aron Einar vildi ekki tjá sig mikið um burstamálið svokallaða. vísir/getty Aron Einar Gunnarsson og Erik Hamrén, fyrirliði og þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, voru spurðir út í burstamálið svokallaða á blaðamannafundi á Laugardalsvelli í dag. Tyrkir voru afar ósáttir við hversu lengi þeir þurftu að bíða á Keflavíkurflugvelli við komuna til landsins í gær. Óþekktur maður, sem þóttist vera fjölmiðlamaður, rétti líka uppþvottabursta í andlit fyrirliða tyrkneska liðsins, Emre Belözoğlu, sem mæltist ekki vel fyrir hjá Tyrkjum. Íslenskir íþróttafréttamenn hafa orðið fyrir talsverðu ónæði vegna þess. Hamrén sagðist ekkert geta sagt um uppákomuna á Laugardalsvelli í gær. Hann sé ekki rétti maðurinn til að svara þeim spurningum og hafi enga stjórn á þeim málum. Aron Einar steig einnig varlega til jarðar og sagði íslenska liðið ekki hafa spáð mikið í burstamálið. Fyrirliðinn sagði þó að íslenska liðið hefði þurft að bíða lengi eftir komuna frá Konya í Tyrklandi fyrir fjórum árum. Ísland og Tyrkland mættust þar í undankeppni EM 2016 og unnu Tyrkir 1-0 sigur. „Vegabréfaeftirlitið var svipað og við fórum í gegnum ítarlega öryggisleit eins og gengur og gerist þegar þú kemur frá óvottuðum flugvelli,“ sagði Aron Einar. Ísland er með sex stig í H-riðli undankeppni EM 2020 en Tyrkland níu stig, eða fullt hús stiga eftir þrjá leiki. Leikur Íslands og Tyrklands hefst klukkan 18:45 annað kvöld. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Segir viðbrögð tyrknesku leikmannanna við öryggisleit í Keflavík stórlega ýkt Íslenska landsliðið fór í gegnum sömu leit þegar það kom frá Tyrklandi. 10. júní 2019 10:10 Utanríkisráðherra Tyrkja ósáttur við meðferð á tyrknesku leikmönnunum á Keflavíkurflugvelli Tyrknesku leikmennirnir þurftu að bíða í þrjá tíma við vegabréfaeftirlit og segjast hafa þurft að undirgangasta óþarflega ítarlega leit. 10. júní 2019 08:14 Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30 Pollrólegur yfir reiðum Tyrkjum á Twitter: „Ég ætla ekkert að breyta um lögheimili“ Benedikt Grétarsson, íþróttafréttamaður, varð fyrir slysni sameiginlegur óvinur margra Tyrkja á Twitter í gærkvöldi. 10. júní 2019 10:18 Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson og Erik Hamrén, fyrirliði og þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, voru spurðir út í burstamálið svokallaða á blaðamannafundi á Laugardalsvelli í dag. Tyrkir voru afar ósáttir við hversu lengi þeir þurftu að bíða á Keflavíkurflugvelli við komuna til landsins í gær. Óþekktur maður, sem þóttist vera fjölmiðlamaður, rétti líka uppþvottabursta í andlit fyrirliða tyrkneska liðsins, Emre Belözoğlu, sem mæltist ekki vel fyrir hjá Tyrkjum. Íslenskir íþróttafréttamenn hafa orðið fyrir talsverðu ónæði vegna þess. Hamrén sagðist ekkert geta sagt um uppákomuna á Laugardalsvelli í gær. Hann sé ekki rétti maðurinn til að svara þeim spurningum og hafi enga stjórn á þeim málum. Aron Einar steig einnig varlega til jarðar og sagði íslenska liðið ekki hafa spáð mikið í burstamálið. Fyrirliðinn sagði þó að íslenska liðið hefði þurft að bíða lengi eftir komuna frá Konya í Tyrklandi fyrir fjórum árum. Ísland og Tyrkland mættust þar í undankeppni EM 2016 og unnu Tyrkir 1-0 sigur. „Vegabréfaeftirlitið var svipað og við fórum í gegnum ítarlega öryggisleit eins og gengur og gerist þegar þú kemur frá óvottuðum flugvelli,“ sagði Aron Einar. Ísland er með sex stig í H-riðli undankeppni EM 2020 en Tyrkland níu stig, eða fullt hús stiga eftir þrjá leiki. Leikur Íslands og Tyrklands hefst klukkan 18:45 annað kvöld.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Segir viðbrögð tyrknesku leikmannanna við öryggisleit í Keflavík stórlega ýkt Íslenska landsliðið fór í gegnum sömu leit þegar það kom frá Tyrklandi. 10. júní 2019 10:10 Utanríkisráðherra Tyrkja ósáttur við meðferð á tyrknesku leikmönnunum á Keflavíkurflugvelli Tyrknesku leikmennirnir þurftu að bíða í þrjá tíma við vegabréfaeftirlit og segjast hafa þurft að undirgangasta óþarflega ítarlega leit. 10. júní 2019 08:14 Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30 Pollrólegur yfir reiðum Tyrkjum á Twitter: „Ég ætla ekkert að breyta um lögheimili“ Benedikt Grétarsson, íþróttafréttamaður, varð fyrir slysni sameiginlegur óvinur margra Tyrkja á Twitter í gærkvöldi. 10. júní 2019 10:18 Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
Segir viðbrögð tyrknesku leikmannanna við öryggisleit í Keflavík stórlega ýkt Íslenska landsliðið fór í gegnum sömu leit þegar það kom frá Tyrklandi. 10. júní 2019 10:10
Utanríkisráðherra Tyrkja ósáttur við meðferð á tyrknesku leikmönnunum á Keflavíkurflugvelli Tyrknesku leikmennirnir þurftu að bíða í þrjá tíma við vegabréfaeftirlit og segjast hafa þurft að undirgangasta óþarflega ítarlega leit. 10. júní 2019 08:14
Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30
Pollrólegur yfir reiðum Tyrkjum á Twitter: „Ég ætla ekkert að breyta um lögheimili“ Benedikt Grétarsson, íþróttafréttamaður, varð fyrir slysni sameiginlegur óvinur margra Tyrkja á Twitter í gærkvöldi. 10. júní 2019 10:18