Pollrólegur yfir reiðum Tyrkjum á Twitter: „Ég ætla ekkert að breyta um lögheimili“ Sylvía Hall skrifar 10. júní 2019 10:18 Ónefndi maðurinn með uppþvottaburstann er ekki Benedikt Grétarsson. Twitter Benedikt Grétarsson, íþróttafréttamaður, varð fyrir slysni sameiginlegur óvinur margra Tyrkja á Twitter í gærkvöldi eftir að tyrkneski blaðamaðurinn Murat Özen sagði hann vera manninn sem tók á móti tyrkneska fótboltalandsliðinu með uppþvottabursta í Leifsstöð í gærkvöld. Ónefndi maðurinn með burstann fylgdi tyrknesku blaðamönnunum eftir og þóttist ætla taka viðtal við Emre Belozoglu með burstanum. Þetta fór öfugt ofan í allmarga stuðningsmenn sem hafa ausið úr skálum reiði sinnar yfir íslenska karlmenn sem þeir telja vera manninn.Er að fá ca 20000 hótunarpósta/haturspósta frá Tyrklandi. Einhverjir að lenda í þessu??? — Benedikt Gretarsson (@bennigretars) June 9, 2019 „Hvernig hann fékk nafnið mitt hef ég ekki hugmynd um en ég er nú ansi ólíkur þessum manni þannig ég skil ekki alveg hvernig þeir eru að fá þetta út,“ segir Benedikt í samtali við Vísi, pollrólegur yfir þeim þúsundum skilaboða sem honum hafa borist. „Þetta byrjaði að hrúgast inn fljótlega eftir kvöldmat í gær og ég slökkti á tilkynningum klukkutíma seinna,“ bætir hann við. Hann segir marga þeirra sem sendu honum skilaboð vera að róast en hann setti sjálfur inn færslu um miðnætti í gær þar sem hann lýsti því yfir að hann væri ekki dularfulli burstamaðurinn.The idiot with the brush is NOT me. I have nothing but respect for your players and your great nation. — Benedikt Gretarsson (@bennigretars) June 9, 2019„Ég vildi óska þess að ég væri 1.90 með fullt af hári“ Benedikt kippir sér ekki mikið upp við þann mikla fjölda skilaboða sem honum hafa borist síðustu klukkutímana en skilaboðin hlaupa á tugum þúsunda. Hann segir misjafnt hvort menn taki því trúanlegu að hann sé ekki umræddur maður en sjálfum finnst honum það nokkuð augljóst. „Ég vildi óska þess að ég væri 1.90 með fullt af hári,“ segir Benedikt léttur. Hann segist ætla að bíða af sér storminn en það er ljóst að hann er ekki sá eini sem er að verða fyrir reiði tyrknesku stuðningsmannanna. Fleiri dæmi eru um að íslenskir karlmenn á Twitter hafi þurft að læsa aðgangi sínum vegna skilaboða og jafnvel lokað þeim alfarið þar sem áreitið hefur orðið of mikið en Benedikt ætlar ekki að grípa til slíkra ráðstafanna. „Ég ætla ekkert að breyta um lögheimili eða fara í lýtaaðgerð,“ segir hann og bætir við að þetta hafi verið augljós fylgifiskur þess að nafn hans komst í umræðuna. Magnús Már Einarsson, íþróttafréttamaður á Fótbolti.net, hefur líka fengið sinn skerf af reiðum stuðningsmönnum og bendir Benedikt á að hann sé í það minnsta töluvert líkari manninum með burstann. Hann eigi þó ekki skilið það áreiti sem þessu fylgi.Dear Turkish fans! I was NOT at the airport in Iceland today and I would NEVER pretend to take a interview with a brush. I don't know who the guy with the brush is, he is a tourist. I have so much respect for your great team and also for Emre who has had a great career — Magnús Már Einarsson (@maggimar) June 10, 2019 „Þetta er orðið frekar þreytt en ég á eftir að líta á þetta seinna og hlæja að þessu seinna meir,“ segir Benedikt. Hann bíði nú spenntur eftir því að fá uppþvottabursta í jólagjöf. Fótbolti Samfélagsmiðlar Tyrkland Tengdar fréttir Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Benedikt Grétarsson, íþróttafréttamaður, varð fyrir slysni sameiginlegur óvinur margra Tyrkja á Twitter í gærkvöldi eftir að tyrkneski blaðamaðurinn Murat Özen sagði hann vera manninn sem tók á móti tyrkneska fótboltalandsliðinu með uppþvottabursta í Leifsstöð í gærkvöld. Ónefndi maðurinn með burstann fylgdi tyrknesku blaðamönnunum eftir og þóttist ætla taka viðtal við Emre Belozoglu með burstanum. Þetta fór öfugt ofan í allmarga stuðningsmenn sem hafa ausið úr skálum reiði sinnar yfir íslenska karlmenn sem þeir telja vera manninn.Er að fá ca 20000 hótunarpósta/haturspósta frá Tyrklandi. Einhverjir að lenda í þessu??? — Benedikt Gretarsson (@bennigretars) June 9, 2019 „Hvernig hann fékk nafnið mitt hef ég ekki hugmynd um en ég er nú ansi ólíkur þessum manni þannig ég skil ekki alveg hvernig þeir eru að fá þetta út,“ segir Benedikt í samtali við Vísi, pollrólegur yfir þeim þúsundum skilaboða sem honum hafa borist. „Þetta byrjaði að hrúgast inn fljótlega eftir kvöldmat í gær og ég slökkti á tilkynningum klukkutíma seinna,“ bætir hann við. Hann segir marga þeirra sem sendu honum skilaboð vera að róast en hann setti sjálfur inn færslu um miðnætti í gær þar sem hann lýsti því yfir að hann væri ekki dularfulli burstamaðurinn.The idiot with the brush is NOT me. I have nothing but respect for your players and your great nation. — Benedikt Gretarsson (@bennigretars) June 9, 2019„Ég vildi óska þess að ég væri 1.90 með fullt af hári“ Benedikt kippir sér ekki mikið upp við þann mikla fjölda skilaboða sem honum hafa borist síðustu klukkutímana en skilaboðin hlaupa á tugum þúsunda. Hann segir misjafnt hvort menn taki því trúanlegu að hann sé ekki umræddur maður en sjálfum finnst honum það nokkuð augljóst. „Ég vildi óska þess að ég væri 1.90 með fullt af hári,“ segir Benedikt léttur. Hann segist ætla að bíða af sér storminn en það er ljóst að hann er ekki sá eini sem er að verða fyrir reiði tyrknesku stuðningsmannanna. Fleiri dæmi eru um að íslenskir karlmenn á Twitter hafi þurft að læsa aðgangi sínum vegna skilaboða og jafnvel lokað þeim alfarið þar sem áreitið hefur orðið of mikið en Benedikt ætlar ekki að grípa til slíkra ráðstafanna. „Ég ætla ekkert að breyta um lögheimili eða fara í lýtaaðgerð,“ segir hann og bætir við að þetta hafi verið augljós fylgifiskur þess að nafn hans komst í umræðuna. Magnús Már Einarsson, íþróttafréttamaður á Fótbolti.net, hefur líka fengið sinn skerf af reiðum stuðningsmönnum og bendir Benedikt á að hann sé í það minnsta töluvert líkari manninum með burstann. Hann eigi þó ekki skilið það áreiti sem þessu fylgi.Dear Turkish fans! I was NOT at the airport in Iceland today and I would NEVER pretend to take a interview with a brush. I don't know who the guy with the brush is, he is a tourist. I have so much respect for your great team and also for Emre who has had a great career — Magnús Már Einarsson (@maggimar) June 10, 2019 „Þetta er orðið frekar þreytt en ég á eftir að líta á þetta seinna og hlæja að þessu seinna meir,“ segir Benedikt. Hann bíði nú spenntur eftir því að fá uppþvottabursta í jólagjöf.
Fótbolti Samfélagsmiðlar Tyrkland Tengdar fréttir Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30