Þurftu að beita klippum til að ná fólkinu út úr flakinu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. júní 2019 18:30 Rannsókn á því hvers vegna tveggja hreyfla flugvél með fimm manns innanborð skall til jarðar, skammt norðan við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð í gær, miðar áfram. Allir sem voru um borð voru Íslendingar. Þrír þeirra sem voru um borð í flugvélinni voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Tveir voru fluttir með sjúkrabílum til móts við tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar sem tóku við á Hvolsvelli og fluttu á sjúkrahús í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurlandi eru fólkið mikið slasað en líðan þó stöðug. Viðbragðsaðilar í Rangárvallasýslu, og víðar af Suðurlandi, fengu tilkynningu um slysið laust upp úr klukkan hálf níu í gærkvöldi. Strax var ljóst að um alvarlegt slys væri að ræða og var allt tiltækt lið sent á vettvang. „Tilkynningin hljómaði að hér hefði farið niður flugvél og að það væri eldur laus í henni og það var svo sem allt tiltækt lið sent á vettvang,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi.Slökkviliðsmenn Brunavarna Rangárvallasýslu á vettvangi flugslyssins í gærVísir/Stöð 2Slökkviliðsmenn beittum klippum til þess að ná fólkinu í flaki vélarinnar Á fimmta tug komu að aðgerðum á slysstað í gær. Þegar vélin skall til jarðar kom upp eldur í vinstri væng hennar en hann breiddist ekki frekar út. Beita þurfti klippum til þess að ná fólkinu út úr flaki flugvélarinnar sem var af gerðinni PIPER PA-23 og var með skráningu erlendis. Hún var fimm sæta og knúin tveimur hreyflum. Sveinn Kristján sagði í samtali við fréttastofu í dag að samkvæmt upplýsingum hafi flugmaðurinn fyrir slysið, framkvæmt snertilendingar á svæðinu og líklega verið að kom inn til lendingar þegar slysið varð. „Það svo sem er bara verið að rannsaka hvað gerðist og nákvæmlega hver ferillinn er, er ég ekki með að svo stöddu,“ segir Sveinn. Fulltrúar frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, auk rannsóknarlögreglumanna frá tæknideild Lögreglunnar á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu rannsökuðu vettvang í gærkvöld og í nótt en þeirri rannsókn var lokið snemma í morgun. Þá var flak vélarinnar flutt í flugskýli á Keflavíkurflugvelli þar sem nánari skoðun mun fara fram.Vísir/Jóhann K.Flugsamfélagið í Múlakoti lítið Vitni urðu að því þegar vélin skall til jarðar og var óskað eftir því að áfallateymi Rauða krossins á Íslandi yrði virkjað til að veita þeim og aðstandendum sálrænan stuðning. „Það var eitt vitni sem horfir á atburðinn gerast, en hér er mikið samfélag og þétt samfélag af flugmönnum í Múlakoti og þetta hefur vissulega áhrif,“ segir Sveinn. Aðstæður á vettvangi þegar slysið varð voru góðar. Bjart og hægur vindur. Flugvöllurinn í Múlakoti er þekktur áningarstaður flugmanna á smærri flugvélum og er flugsamfélagið í áfalli vegna slyssins. Ragnar Guðmundsson, fulltrúi Rannsóknarnefndar samgönguslysa, sagði í samtali við fréttastofu í dag að rannsókn á slysinu gæti tekið drjúgan tíma. Nú sé hafin frumrannsókn á flakinu, gögnum safnað og viðtöl tekin. Nöfn þeirra sem létust í slysinu verða ekki birt að svo stöddu. Flugslys við Múlakot Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Lögreglumál Rangárþing eystra Slökkvilið Tengdar fréttir Allir sem voru um borð íslenskir: Þrír úrskurðaðir látnir á vettvangi Þrír sem létust, þegar flugvél með fimm manns innaborðs skall niður skammt frá flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi, voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Tveir voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík og er líðan þeirra sögð stöðug. Allir sem voru um borð voru íslenskir. 10. júní 2019 11:17 Flugvél hrapaði í Fljótshlíð: Fimm alvarlega slasaðir Flugslys varð rétt norðan við flugvöllinn við Múlakot í Fljótshlíð fyrr í kvöld. 9. júní 2019 21:53 Hafði framkvæmt snertilendingar fyrir slysið Þrír létust og tveir slösuðust. 10. júní 2019 13:17 Rannsókn á vettvangi lokið Þrír létust og tveir slösuðust alvarlega en þeir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. 10. júní 2019 09:43 Þrír létust í flugslysinu við Múlakot: Tveir eru alvarlega slasaðir Þrír létust þegar flugvél brotlenti skammt norðan við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi. Fimm voru í vélinni en tveir voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. 10. júní 2019 03:39 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira
Rannsókn á því hvers vegna tveggja hreyfla flugvél með fimm manns innanborð skall til jarðar, skammt norðan við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð í gær, miðar áfram. Allir sem voru um borð voru Íslendingar. Þrír þeirra sem voru um borð í flugvélinni voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Tveir voru fluttir með sjúkrabílum til móts við tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar sem tóku við á Hvolsvelli og fluttu á sjúkrahús í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurlandi eru fólkið mikið slasað en líðan þó stöðug. Viðbragðsaðilar í Rangárvallasýslu, og víðar af Suðurlandi, fengu tilkynningu um slysið laust upp úr klukkan hálf níu í gærkvöldi. Strax var ljóst að um alvarlegt slys væri að ræða og var allt tiltækt lið sent á vettvang. „Tilkynningin hljómaði að hér hefði farið niður flugvél og að það væri eldur laus í henni og það var svo sem allt tiltækt lið sent á vettvang,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi.Slökkviliðsmenn Brunavarna Rangárvallasýslu á vettvangi flugslyssins í gærVísir/Stöð 2Slökkviliðsmenn beittum klippum til þess að ná fólkinu í flaki vélarinnar Á fimmta tug komu að aðgerðum á slysstað í gær. Þegar vélin skall til jarðar kom upp eldur í vinstri væng hennar en hann breiddist ekki frekar út. Beita þurfti klippum til þess að ná fólkinu út úr flaki flugvélarinnar sem var af gerðinni PIPER PA-23 og var með skráningu erlendis. Hún var fimm sæta og knúin tveimur hreyflum. Sveinn Kristján sagði í samtali við fréttastofu í dag að samkvæmt upplýsingum hafi flugmaðurinn fyrir slysið, framkvæmt snertilendingar á svæðinu og líklega verið að kom inn til lendingar þegar slysið varð. „Það svo sem er bara verið að rannsaka hvað gerðist og nákvæmlega hver ferillinn er, er ég ekki með að svo stöddu,“ segir Sveinn. Fulltrúar frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, auk rannsóknarlögreglumanna frá tæknideild Lögreglunnar á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu rannsökuðu vettvang í gærkvöld og í nótt en þeirri rannsókn var lokið snemma í morgun. Þá var flak vélarinnar flutt í flugskýli á Keflavíkurflugvelli þar sem nánari skoðun mun fara fram.Vísir/Jóhann K.Flugsamfélagið í Múlakoti lítið Vitni urðu að því þegar vélin skall til jarðar og var óskað eftir því að áfallateymi Rauða krossins á Íslandi yrði virkjað til að veita þeim og aðstandendum sálrænan stuðning. „Það var eitt vitni sem horfir á atburðinn gerast, en hér er mikið samfélag og þétt samfélag af flugmönnum í Múlakoti og þetta hefur vissulega áhrif,“ segir Sveinn. Aðstæður á vettvangi þegar slysið varð voru góðar. Bjart og hægur vindur. Flugvöllurinn í Múlakoti er þekktur áningarstaður flugmanna á smærri flugvélum og er flugsamfélagið í áfalli vegna slyssins. Ragnar Guðmundsson, fulltrúi Rannsóknarnefndar samgönguslysa, sagði í samtali við fréttastofu í dag að rannsókn á slysinu gæti tekið drjúgan tíma. Nú sé hafin frumrannsókn á flakinu, gögnum safnað og viðtöl tekin. Nöfn þeirra sem létust í slysinu verða ekki birt að svo stöddu.
Flugslys við Múlakot Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Lögreglumál Rangárþing eystra Slökkvilið Tengdar fréttir Allir sem voru um borð íslenskir: Þrír úrskurðaðir látnir á vettvangi Þrír sem létust, þegar flugvél með fimm manns innaborðs skall niður skammt frá flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi, voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Tveir voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík og er líðan þeirra sögð stöðug. Allir sem voru um borð voru íslenskir. 10. júní 2019 11:17 Flugvél hrapaði í Fljótshlíð: Fimm alvarlega slasaðir Flugslys varð rétt norðan við flugvöllinn við Múlakot í Fljótshlíð fyrr í kvöld. 9. júní 2019 21:53 Hafði framkvæmt snertilendingar fyrir slysið Þrír létust og tveir slösuðust. 10. júní 2019 13:17 Rannsókn á vettvangi lokið Þrír létust og tveir slösuðust alvarlega en þeir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. 10. júní 2019 09:43 Þrír létust í flugslysinu við Múlakot: Tveir eru alvarlega slasaðir Þrír létust þegar flugvél brotlenti skammt norðan við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi. Fimm voru í vélinni en tveir voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. 10. júní 2019 03:39 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira
Allir sem voru um borð íslenskir: Þrír úrskurðaðir látnir á vettvangi Þrír sem létust, þegar flugvél með fimm manns innaborðs skall niður skammt frá flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi, voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Tveir voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík og er líðan þeirra sögð stöðug. Allir sem voru um borð voru íslenskir. 10. júní 2019 11:17
Flugvél hrapaði í Fljótshlíð: Fimm alvarlega slasaðir Flugslys varð rétt norðan við flugvöllinn við Múlakot í Fljótshlíð fyrr í kvöld. 9. júní 2019 21:53
Rannsókn á vettvangi lokið Þrír létust og tveir slösuðust alvarlega en þeir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. 10. júní 2019 09:43
Þrír létust í flugslysinu við Múlakot: Tveir eru alvarlega slasaðir Þrír létust þegar flugvél brotlenti skammt norðan við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi. Fimm voru í vélinni en tveir voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. 10. júní 2019 03:39