Innlent

Rannsókn á vettvangi lokið

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Frá vettvangi slyssins seint í gærkvöldi.
Frá vettvangi slyssins seint í gærkvöldi. Vísir/Jóhann K
Fulltrúar frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa auk rannsóknarlögreglumanna frá tæknideild Lögreglunnar á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðisins hafa lokið vettvangsrannsókn í Fljótshlíð þar sem flugvél skall til jarðar í gærkvöldi.Fimm voru í vélinni. Þrír létust og tveir slösuðust alvarlega en þeir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurlandi eru líðan þeirra stöðug.Flak flugvélarinnar hefur verið flutt af vettvangi og staðfesti Rangar Guðmundsson, fulltrúi Rannsóknarnefndar samgönguslysa, að rannsókn á vettvangi væri lokið.Ekki liggur ljóst fyrir með hvaða hætti slysið varð en frá því í gærkvöldi hefur verið rætt við vitni og aðstandendur fólksins. Viðbragðsteymi Rauða kross Íslands var virkjað og fékk fólkið sálrænan stuðning.Eins og áður hefur komið fram kom eldur upp í vélinni þegar hún skall til jarðar. Á fimmta tug slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, lögreglu og fleiri aðila tóku þátt í aðgerðum í gærkvöldi auk tveggja áhafna á þyrlum Landhelgisgæslunnar, TF-LIF og TF-EIR.

Tengd skjöl


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.