Innlent

Rannsókn á vettvangi lokið

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Frá vettvangi slyssins seint í gærkvöldi.
Frá vettvangi slyssins seint í gærkvöldi. Vísir/Jóhann K
Fulltrúar frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa auk rannsóknarlögreglumanna frá tæknideild Lögreglunnar á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðisins hafa lokið vettvangsrannsókn í Fljótshlíð þar sem flugvél skall til jarðar í gærkvöldi.

Fimm voru í vélinni. Þrír létust og tveir slösuðust alvarlega en þeir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurlandi eru líðan þeirra stöðug.

Flak flugvélarinnar hefur verið flutt af vettvangi og staðfesti Rangar Guðmundsson, fulltrúi Rannsóknarnefndar samgönguslysa, að rannsókn á vettvangi væri lokið.

Ekki liggur ljóst fyrir með hvaða hætti slysið varð en frá því í gærkvöldi hefur verið rætt við vitni og aðstandendur fólksins. Viðbragðsteymi Rauða kross Íslands var virkjað og fékk fólkið sálrænan stuðning.

Eins og áður hefur komið fram kom eldur upp í vélinni þegar hún skall til jarðar. Á fimmta tug slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, lögreglu og fleiri aðila tóku þátt í aðgerðum í gærkvöldi auk tveggja áhafna á þyrlum Landhelgisgæslunnar, TF-LIF og TF-EIR.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×