Innlent

Hafði framkvæmt snertilendingar fyrir slysið

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá vettvangi slyssins í gærkvöldi.
Frá vettvangi slyssins í gærkvöldi. Vísir/Jóhann K
Flugmaður flugvélarinnar, sem brotlenti skammt frá flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi, hafði framkvæmt snertilendingar á svæðinu skömmu fyrir slysið. Þetta segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu en líklegt er að vélin hafi verið að koma inn til lendingar þegar slysið varð.Þrír létust og tveir slösuðust þegar vélin skall niður skammt frá flugvellinum. Þeir sem slösuðust voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík en hinir þrír voru úrskurðaðir látnir á vettvangi.Alls voru fimm um borð í flugvélinni þegar hún skall til jarðar en við það kom upp eldur í vinstri væng hennar.Eitt vitni, svo vitað sé, var að því þegar flugvélin skall niður. Fulltrúar frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa auk rannsóknarlögreglumanna frá tæknideild Lögreglunnar á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu luku vettvangsrannsókn í Fljótshlíð snemma í morgun.Var flak flugvélarinnar flutt til Keflavíkur þar sem það verður rannsakað frekar að sögn Ragnars Guðmundssonar fulltrúa Rannsóknarnefndar samgönguslysa.Rætt hefur verið við vitni að atvikinu og aðstandendur þeirra sem voru í flugvélinni. Var viðbragðsteymi Rauða kross Íslands virkjað sem veitti fólkinu sálrænan stuðning.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Allir sem voru um borð íslenskir: Þrír úrskurðaðir látnir á vettvangi

Þrír sem létust, þegar flugvél með fimm manns innaborðs skall niður skammt frá flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi, voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Tveir voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík og er líðan þeirra sögð stöðug. Allir sem voru um borð voru íslenskir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.