Segja bróður Kim Jong-un hafa verið uppljóstrara fyrir CIA Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. júní 2019 09:06 Kim Jong-nam árið 2007. Ashai Shimbun/Getty Kim Jong-nam, hálfbróðir Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, var uppljóstrari fyrir CIA áður en hann var ráðinn af dögum í Malasíu árið 2017. Þetta kemur fram í fréttaflutningi Wall Street Journal. Miðillinn vísar í ónafngreindan heimildarmann sem sagður er þekkja vel til málsins og haft eftir honum að „tengsl“ hafi verið á milli Kim og bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Nákvæmlega hvers eðlis samband hans við leyniþjónustuna er er þó ekki tíundað. Samkvæmt umfjöllun WSJ var tilgangur ferðar Kim til Malasíu, hvar hann var drepinn, að hitta tengilið sinn við CIA. Þó sé ekki ljóst hvort það hafi verið það eina sem vakti fyrir honum með ferðalaginu þangað. Kim Jong-nam hafði þó ekki búið í Norður-Kóreu frá því snemma á fyrsta áratug þessarar aldar og því ekki talið líklegt að hann gæti varpað ljósi á það sem ætti sér stað innan landsins, og þá allra síst stjórnarhætti í höfuðborginni Pyongyang. Þá er talið líklegt að Kim hafi verið í sambandi við leyniþjónustur fleiri ríkja, til að mynda Kína. Þó erfitt reynist að sannreyna þennan fréttaflutning Wall Street Journal eru ákveðin atriði sem renna stoðum undir hana. Sem dæmi má nefna frásögn Önnu Fifield, fréttastjóra Washington Post í Peking, en þar er því einnig slegið föstu að Kim hafi gerst heimildarmaður bandarísku leyniþjónustunnar. „Kim Jong-nam gerðist uppljóstrari fyrir CIA […] Bróðir hans hefði talið það landráð að eiga í samskiptum við bandaríska njósnara. En Kim Jong-nam varð leyniþjónustunni úti um upplýsingar á fundum sem áttu sér venjulega stað í Singapúr eða Malasíu.“ Þá kemur einnig fram í bókinni að myndefni úr öryggismyndavélum á hóteli hafi sýnt Kim, í síðustu heimsókn sinni til landsins, þar sem hann steig inn í lyftu með manni sem fullyrt er að hafi verið bandarískur útsendari. Bakpoki sem Kim hafði meðferðis hafi þá átt að innihalda 120 þúsund dollara, tæpar 14 milljónir íslenskra króna, sem kunni að hafa verið greiðsla fyrir störf hans fyrir leyniþjónustuna. Þá halda stjórnvöld bæði í Suður-Kóreu og Bandaríkjunum því fram að Kim Jong-nam hafi verið myrtur að skipun bróður síns, sem hefnd fyrir hve gagnrýninn hann var á stjórnarhætti fjölskyldu sinnar í Norður-Kóreu. CIA hefur ekki tjáð sig við fjölmiðla vestanhafs um málið. Bandaríkin Kína Morðið á Kim Jong-nam Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Kim Jong-nam, hálfbróðir Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, var uppljóstrari fyrir CIA áður en hann var ráðinn af dögum í Malasíu árið 2017. Þetta kemur fram í fréttaflutningi Wall Street Journal. Miðillinn vísar í ónafngreindan heimildarmann sem sagður er þekkja vel til málsins og haft eftir honum að „tengsl“ hafi verið á milli Kim og bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Nákvæmlega hvers eðlis samband hans við leyniþjónustuna er er þó ekki tíundað. Samkvæmt umfjöllun WSJ var tilgangur ferðar Kim til Malasíu, hvar hann var drepinn, að hitta tengilið sinn við CIA. Þó sé ekki ljóst hvort það hafi verið það eina sem vakti fyrir honum með ferðalaginu þangað. Kim Jong-nam hafði þó ekki búið í Norður-Kóreu frá því snemma á fyrsta áratug þessarar aldar og því ekki talið líklegt að hann gæti varpað ljósi á það sem ætti sér stað innan landsins, og þá allra síst stjórnarhætti í höfuðborginni Pyongyang. Þá er talið líklegt að Kim hafi verið í sambandi við leyniþjónustur fleiri ríkja, til að mynda Kína. Þó erfitt reynist að sannreyna þennan fréttaflutning Wall Street Journal eru ákveðin atriði sem renna stoðum undir hana. Sem dæmi má nefna frásögn Önnu Fifield, fréttastjóra Washington Post í Peking, en þar er því einnig slegið föstu að Kim hafi gerst heimildarmaður bandarísku leyniþjónustunnar. „Kim Jong-nam gerðist uppljóstrari fyrir CIA […] Bróðir hans hefði talið það landráð að eiga í samskiptum við bandaríska njósnara. En Kim Jong-nam varð leyniþjónustunni úti um upplýsingar á fundum sem áttu sér venjulega stað í Singapúr eða Malasíu.“ Þá kemur einnig fram í bókinni að myndefni úr öryggismyndavélum á hóteli hafi sýnt Kim, í síðustu heimsókn sinni til landsins, þar sem hann steig inn í lyftu með manni sem fullyrt er að hafi verið bandarískur útsendari. Bakpoki sem Kim hafði meðferðis hafi þá átt að innihalda 120 þúsund dollara, tæpar 14 milljónir íslenskra króna, sem kunni að hafa verið greiðsla fyrir störf hans fyrir leyniþjónustuna. Þá halda stjórnvöld bæði í Suður-Kóreu og Bandaríkjunum því fram að Kim Jong-nam hafi verið myrtur að skipun bróður síns, sem hefnd fyrir hve gagnrýninn hann var á stjórnarhætti fjölskyldu sinnar í Norður-Kóreu. CIA hefur ekki tjáð sig við fjölmiðla vestanhafs um málið.
Bandaríkin Kína Morðið á Kim Jong-nam Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira