Innlent

Ekki hefur reynst unnt að taka skýrslu af þeim sem komust lífs af úr flug­slysinu

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Þau sem létust í flugslysinu nærri flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð á sunnudagskvöld voru hjón og sonur þeirra. Enn hefur ekki reynst unnt að taka skýrslu af þeim tveimur sem komust lífs af.Fólkið sem lést í slysinu hét Ægir Ib Wessman, fæddur 1963, eiginkona hans, Ellen Dahl Wessman fædd 1964 og sonur þeirra Jón Emil Wessman fæddur 1998.

Ekki hefur reynst unnt að taka skýrslu af þeim sem komust lífs af

Fólkið sem slasaðist alvarlega og liggur á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi, er annar sonur hjónanna og tengdadóttir. Líðan þeirra er sögð stöðug.Rannsókninni á því hvers vegna flugvélin skall til jarðar miðar áfram. Flugmaður flugvélarinnar var vanur flugmaður með mikla reynslu og fjölskyldan öll mikið flugáhugafólk.Flugmaðurinn hafði gert snertilendingu á svæðinu fyrir slysið og þykir líklegt að hann hafi verið á leið inn til lendingar þegar slysið varð.Í samtali við fréttastofu nú síðdegis sagði Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi að ekki hafi reynst unnt að svo stöddu að taka skýrslu af þeim sem komust lífs af. Lögregla hefur tekið skýrslu af nokkrum vitnum, en einn varð vitni að því þegar flugvélin skall til jarðar.Sveinn Kristján segir að rannsókn Rannsóknarnefndar samgönguslysa snúi að mestu að flugvélinni og búnaði hennar. Rannsókn lögreglu snýr að tildrögum slyssins. Við því er að búast að rannsóknin á flugslysinu geti tekið drjúgan tíma.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Allir sem voru um borð íslenskir: Þrír úrskurðaðir látnir á vettvangi

Þrír sem létust, þegar flugvél með fimm manns innaborðs skall niður skammt frá flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi, voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Tveir voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík og er líðan þeirra sögð stöðug. Allir sem voru um borð voru íslenskir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.