Innlent

Reynslumikill flugmaður og allt mikið flugáhugafólk

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Frá vettvangi flugslyssins í Fljótshlíð. Eldur kom upp í vinstri væng flugvélarinnar þegar hún skall til jarðar.
Frá vettvangi flugslyssins í Fljótshlíð. Eldur kom upp í vinstri væng flugvélarinnar þegar hún skall til jarðar. Vísir
Fólkið sem lést í flugslysinu skammt frá flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð á sunnudagskvöld, voru hjón og sonur þeirra. Þau tvö sem slösuðust alvarlega voru annar sonur hjónanna og tengdadóttir.

Rannsóknin á því hvers vegna flugvélin skall til jarðar miðar áfram. Flugmaður flugvélarinnar var vanur flugmaður með mikla reynslu og fjölskyldan öll mikið flugáhugafólk

Þau tvö sem flutt voru á sjúkrahús liggja alvarlega slösuð á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi en líðan þeirra er sögð stöðug. Eins og fram hefur komið þurfti slökkvilið að beita klippum til þess að ná fólkinu út úr flaki flugvélarinnar.

Rannsókn tæknideildar lögreglunnar á Suðurlandi og Rannsóknarnefndar samgönguslysa hefur haldið áfram í dag en flak vélarinnar var flutt í flugskýli á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun, þar sem nánari skoðun fer fram.

Eins og fram hefur komið hafði flugmaðurinn gert snertilendingar á svæðinu fyrir slysið og sagði Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi að líklega hafi flugvélin verið að koma inn til lendingar þegar slysið varð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×