Innlent

Reynslumikill flugmaður og allt mikið flugáhugafólk

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Frá vettvangi flugslyssins í Fljótshlíð. Eldur kom upp í vinstri væng flugvélarinnar þegar hún skall til jarðar.
Frá vettvangi flugslyssins í Fljótshlíð. Eldur kom upp í vinstri væng flugvélarinnar þegar hún skall til jarðar. Vísir

Fólkið sem lést í flugslysinu skammt frá flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð á sunnudagskvöld, voru hjón og sonur þeirra. Þau tvö sem slösuðust alvarlega voru annar sonur hjónanna og tengdadóttir.

Rannsóknin á því hvers vegna flugvélin skall til jarðar miðar áfram. Flugmaður flugvélarinnar var vanur flugmaður með mikla reynslu og fjölskyldan öll mikið flugáhugafólk

Þau tvö sem flutt voru á sjúkrahús liggja alvarlega slösuð á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi en líðan þeirra er sögð stöðug. Eins og fram hefur komið þurfti slökkvilið að beita klippum til þess að ná fólkinu út úr flaki flugvélarinnar.

Rannsókn tæknideildar lögreglunnar á Suðurlandi og Rannsóknarnefndar samgönguslysa hefur haldið áfram í dag en flak vélarinnar var flutt í flugskýli á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun, þar sem nánari skoðun fer fram.

Eins og fram hefur komið hafði flugmaðurinn gert snertilendingar á svæðinu fyrir slysið og sagði Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi að líklega hafi flugvélin verið að koma inn til lendingar þegar slysið varð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.