Krefjast afsagnar dómsmálaráðherrans vegna uppljóstrana Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2019 23:30 Sergio Moro dæmdi Lula fyrrverandi forseta í fangelsi árið 2017. Fyrr á þessu ári tók hann við embætti dómsmálaráðherra. Vísir/EPA Heitt er nú undir Sergio Moro, dómsmálaráðherra Brasilíu, eftir að upplýst var um skilaboð sem hann skiptist á við saksóknara í máli Luiz Inacio Lula da Silva fyrir tveimur árum. Eitt helsta dagblað landsins hefur kallað eftir afsagnar ráðherrans. Moro var dómarinn í spillingarmáli gegn Lula, fyrrverandi forseta Brasilíu, árið 2017. Ákærurnar á hendur Lula voru hluti af umfangsmiklu spillingar- og mútumáli sem hefur skekið Brasilíu undanfarin ár. Jair Bolsonaro, forseti, fékk Moro til að taka við embætti dómsmálaráðherra í byrjun þessa árs. Fréttasíðan The Intercept birti á hvítasunnudag skilaboð sem Moro og saksóknari í málinu skiptust á sem vekja upp spurningar um hlutleysi hans. Í skilaboðunum ráðlagði Moro saksóknaranum um hvernig hann ætti að haga málatilbúnaði sínum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lula var bannað að bjóða sig fram til forseta gegn Bolsonaro í fyrra vegna spillingardómsins. Verjendur Lula segja að skilaboðin renni stoðum undir málflutning þeirra um að Moro og saksóknararnir hafi lagst á eitt til að tryggja að Lula yrði sakfelldur fljótt og bannað að bjóða sig fram. Moro og saksóknarinn hafna því að nokkuð í skilaboðunum bendi til þess að þeir hafi gert nokkuð rangt. Hæstaréttardómarar segja aftur á móti að samráð Moro og saksóknaranna hafi verið skýrt brot á siðareglum og mögulega lögbrot. Estado de S. Paulo, eitt þriggja stærstu dagblaða Brasilíu og það íhaldssamasta, kallaði eftir afsögn Moro í leiðara í dag. Skilaboðin hafi verið óviðeigandi og mögulega ólögleg. The Intercept var stofnað af Glenn Greenwald, fyrrverandi blaðamanni The Guardian, sem upplýsti um umfangsmiklar persónunjósnir bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar NSA. Miðillinn segist hafa fengið gríðarlegt magn gagna sem stolið var úr síma Moro og saksóknaranna. Von sé á frekari uppljóstrunum úr þeim á næstunni. Brasilía Tengdar fréttir Nýr ráðherra er afar umdeildur Jair Bolsonaro, sem tekur við embætti forseta Brasilíu á nýársdag, hefur talið dómarann Sergio Moro, sem þekktur er fyrir harða dóma í spillingarmálum, á að verða dómsmálaráðherra sinn. 2. nóvember 2018 09:00 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Sjá meira
Heitt er nú undir Sergio Moro, dómsmálaráðherra Brasilíu, eftir að upplýst var um skilaboð sem hann skiptist á við saksóknara í máli Luiz Inacio Lula da Silva fyrir tveimur árum. Eitt helsta dagblað landsins hefur kallað eftir afsagnar ráðherrans. Moro var dómarinn í spillingarmáli gegn Lula, fyrrverandi forseta Brasilíu, árið 2017. Ákærurnar á hendur Lula voru hluti af umfangsmiklu spillingar- og mútumáli sem hefur skekið Brasilíu undanfarin ár. Jair Bolsonaro, forseti, fékk Moro til að taka við embætti dómsmálaráðherra í byrjun þessa árs. Fréttasíðan The Intercept birti á hvítasunnudag skilaboð sem Moro og saksóknari í málinu skiptust á sem vekja upp spurningar um hlutleysi hans. Í skilaboðunum ráðlagði Moro saksóknaranum um hvernig hann ætti að haga málatilbúnaði sínum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lula var bannað að bjóða sig fram til forseta gegn Bolsonaro í fyrra vegna spillingardómsins. Verjendur Lula segja að skilaboðin renni stoðum undir málflutning þeirra um að Moro og saksóknararnir hafi lagst á eitt til að tryggja að Lula yrði sakfelldur fljótt og bannað að bjóða sig fram. Moro og saksóknarinn hafna því að nokkuð í skilaboðunum bendi til þess að þeir hafi gert nokkuð rangt. Hæstaréttardómarar segja aftur á móti að samráð Moro og saksóknaranna hafi verið skýrt brot á siðareglum og mögulega lögbrot. Estado de S. Paulo, eitt þriggja stærstu dagblaða Brasilíu og það íhaldssamasta, kallaði eftir afsögn Moro í leiðara í dag. Skilaboðin hafi verið óviðeigandi og mögulega ólögleg. The Intercept var stofnað af Glenn Greenwald, fyrrverandi blaðamanni The Guardian, sem upplýsti um umfangsmiklar persónunjósnir bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar NSA. Miðillinn segist hafa fengið gríðarlegt magn gagna sem stolið var úr síma Moro og saksóknaranna. Von sé á frekari uppljóstrunum úr þeim á næstunni.
Brasilía Tengdar fréttir Nýr ráðherra er afar umdeildur Jair Bolsonaro, sem tekur við embætti forseta Brasilíu á nýársdag, hefur talið dómarann Sergio Moro, sem þekktur er fyrir harða dóma í spillingarmálum, á að verða dómsmálaráðherra sinn. 2. nóvember 2018 09:00 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Sjá meira
Nýr ráðherra er afar umdeildur Jair Bolsonaro, sem tekur við embætti forseta Brasilíu á nýársdag, hefur talið dómarann Sergio Moro, sem þekktur er fyrir harða dóma í spillingarmálum, á að verða dómsmálaráðherra sinn. 2. nóvember 2018 09:00