Íslenski boltinn

Ólsarar á toppinn | Endurkomusigur Gróttu í Safamýrinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Strákarnir hans Ejubs eru komnir á topp Inkasso-deildarinnar.
Strákarnir hans Ejubs eru komnir á topp Inkasso-deildarinnar. vísir/daníel

Víkingur Ó. er kominn á topp Inkasso-deildar karla eftir sigur á Fjölni, 1-3, í Grafarvoginum í kvöld. Ólsarar eru með 13 stig, líkt og Fjölnismenn, en betri markatölu. Þá á Víkingur leik til góða á Fjölni.

Sallieu Tarawallie, Martin Kuittinen og Ívar Örn Árnason skoruðu mörk Ólsara en Albert Brynjar Ingason mark Fjölnismanna.

Axel Freyr Harðarson tryggði Gróttu dramatískan sigur á Fram, 2-3, í Safamýrinni. Með sigrinum fór Grótta upp í 5. sæti deildarinnar og jafnaði Fram að stigum.

Sölvi Björnsson kom Gróttu yfir strax á 4. mínútu en Fram leiddi í hálfleik, 1-2, eftir tvö mörk frá Fred Saraiva með þriggja mínútna millibili.

Pétur Theodór Árnason jafnaði fyrir Gróttu á 84. mínútu og Axel Freyr skoraði svo sigurmark Seltirninga í uppbótartíma.

Þróttur R. gerði góða ferð til Keflavíkur og vann 1-3 sigur á heimamönnum. Þetta var þriðji sigur Þróttara í síðustu fjórum leikjum.

Daði Bergsson, Rafael Victor og Aron Þórður Albertsson skoruðu mörk Þróttar sem er í 7. sæti deildarinnar. Adam Ægir Pálsson skoraði mark Keflavíkur sem er í 6. sætinu. Keflvíkingar hafa aðeins fengið eitt stig í síðustu þremur leikjum sínum.

Haukar komust upp úr fallsæti með sigri á Aftureldingu í Mosfellsbænum, 1-2.

Þórður Jón Jóhannesson og Arnar Aðalgeirsson skoruðu mörk Hauka sem unnu þarna sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Djorde Panic skoraði mark Mosfellinga sem eru í ellefta og næstneðsta sæti deildarinnar.

Fyrr í kvöld vann Magni 3-2 sigur á Njarðvík.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.