Íslenski boltinn

Gunnar Örvar með þrennu í fyrsta sigri Magna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þriggja marka maðurinn Gunnar Örvar Stefánsson.
Þriggja marka maðurinn Gunnar Örvar Stefánsson. vísir/ernir

Gunnar Örvar Stefánsson skoraði öll þrjú mörk Magna í 3-2 sigri á Njarðvík á Grenivík í Inkasso-deild karla í kvöld.

Þetta var fyrsti sigur Magnamanna á tímabilinu. Með honum komust þeir upp fyrir Hauka og í 11. sæti deildarinnar. Njarðvíkingar, sem hafa tapað þremur leikjum í röð, eru í 9. sætinu með sjö stig.

Njarðvík komst yfir á 37. mínútu þegar Andri Fannar Freysson skoraði úr vítaspyrnu. Gunnar Örvar jafnaði úr annarri vítaspyrnu á lokamínútu fyrri hálfleiks.

Hann skoraði svo sitt annað mark á 50. mínútu og kom Magna yfir. Gunnar Örvar var ekki hættur og skoraði sitt þriðja mark á 69. mínútu.

Andri Gíslason minnkaði muninn stundarfjórðungi fyrir leikslok en nær komust Njarðvíkingar ekki. Lokatölur 3-2, Magnamönnum í vil.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.