Enski boltinn

Chelsea leyfir Sarri að taka við Juventus

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sarri er á förum frá Chelsea eftir aðeins eitt ár við stjórnvölinn hjá liðinu.
Sarri er á förum frá Chelsea eftir aðeins eitt ár við stjórnvölinn hjá liðinu. vísir/getty

Enskir fjölmiðlar keppast við að greina frá því að Maurizio Sarri hafi fengið grænt ljós frá Chelsea til að taka við Juventus.

Þessar fréttir koma lítið á óvart en Sarri hefur verið sterklega orðaður við Juventus undanfarnar vikur.

Sarri tekur við Juventus af Massimiliano Allegri sem gerði Juventus fimm sinnum að ítölskum meisturum og fór tvisvar með liðið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

Sarri var aðeins eitt tímabil við stjórnvölinn hjá Chelsea. Undir hans stjórn vann Lundúnaliðið Evrópudeildina, endaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og komst í úrslit deildabikarsins.

Hinn sextugi Sarri mun skrifa undir þriggja ára samning við Juventus sem hefur orðið ítalskur meistari átta sinnum í röð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.