Erlent

Árásarmaðurinn í Christchurch segist saklaus

Kjartan Kjartansson skrifar
Árásamaðurinn í dómsal í mars.
Árásamaðurinn í dómsal í mars. Vísir/EPA

Ástralskur karlmaður sem er ákærður fyrir að hafa skotið 51 til bana og sært fjörutíu til viðbótar í Christchurch á Nýja-Sjálandi lýsti yfir sakleysi þegar mál hans var tekið fyrir í dag. Ekki verður réttað yfir manninum fyrr en á næsta ári.

Maðurinn neitaði sök af öllum ákæruliðum. Hann er ákærður fyrir 51 morð, 40 tilraunir til manndráps og hryðjuverk. Morðin framdi hann í tveimur moskum í nýsjálensku borginni á meðan föstudagsbænir stóðu yfir 15. mars. Þau eru þau verstu á friðartímum á Nýja-Sjálandi.

Dómarinn í málinu sagði að réttarhöldin hæfust 4. maí á næsta ári. Maðurinn verður í varðhaldi að minnsta kosti þar til mál hans verður tekið fyrir aftur um miðjan ágúst, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Honum er nú haldið í einangrun í hámarksöryggisfangelsi í Auckland.

Árásarmaðurinn, sem dvaldi meðal annars á Íslandi í tíu daga, sendi beint út frá árásinni á Facebook-síðu sinni.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.