Íslenski boltinn

Vann sér sæti í byrjunarliði KR og fékk nýjan samning

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Finnur hefur byrjað síðustu fjóra leiki KR.
Finnur hefur byrjað síðustu fjóra leiki KR. vísir/bára

Finnur Tómas Pálmason hefur skrifað undir nýjan samning við KR sem gildir til ársloka 2022. Þetta kemur fram á heimasíðu KR.

Finnur, sem er 18 ára miðvörður, hefur verið í byrjunarliði KR í síðustu fjórum leikjum liðsins í deild og bikar. KR-ingar hafa unnið þá alla og haldið hreinu í þremur þeirra.

Finnur var lánaður til Þróttar R. á síðasta tímabili og lék tólf leiki með liðinu í Inkasso-deildinni.

Hann á að baki 20 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hann var valinn í U-21 árs landsliðið á dögunum en dró sig út úr hópnum vegna smávægilegra meiðsla.

KR er í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar. Liðið sækir ÍA heim á laugardaginn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.