Íslenski boltinn

Starki á völlunum mættur í Inkassodeildina

Starki fær leiðsögn frá Gunna um hvernig eigi að vera á völlunum
Starki fær leiðsögn frá Gunna um hvernig eigi að vera á völlunum skjáskot

Gunnar á Völlunum var tíður gestur á knattspyrnuvöllum landslins fyrir nokkrum árum. Nú er Starki tekinn við af honum.

Inkassodeildin er að fara af stað með nýjan þátt, Starka á völlunum, þar sem Starkaður Pétursson mun fylgjast vel með leikjum í Inkassodeildinni í sumar.

Hann fór af stað 6. júní þegar hann mætti á Ásvelli til að fylgjast með leik Hauka og Þórs. Það gekk ekki betur en svo að hann missti af leiknum.

Þá kíkti hann í Mosfellsbæ þar sem Afturelding tók á móti Magna. Þar var Gunnar hins vegar mættur og reyndi að kenna Starkarði hvernig ætti að gera þetta.

Þennan stórskemmtilega þátt má sjá hér að neðan.


Klippa: Starki á völlunum, fyrsti þátturAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.