Íslenski boltinn

Rúnar Páll: Mjög lélegt af dómara leiksins

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Rúnar Páll Sigmundsson
Rúnar Páll Sigmundsson vísir/bára
Rúnari Páli Sigmundssyni var heitt í hamsi þegar leikur FH og Stjörnunnar var flautaður af með 2-2 jafntefli. Hann var ekki sáttur með dómara leiksins og fannst hans menn hafa átt að fá vítaspyrnu undir lok leiksins.„Auðvitað er ég ekki sáttur við það að tapa niður tveggja marka forystu. Að fá mörk á okkur úr föstum leikatriðum er ekki gott heldur og er ennþá sárara að þetta sé á einhverjum fimm mínútna kafla sem er ekki gott af okkar hálfu,“ sagði Rúnar Páll í leikslok.„Mér fannst við spila vel fyrri hálfleikinn, vorum frábærir í fyrri hálfleik og inn í seinni hálfleikinn, komust sanngjarnt yfir 2-0. En þeir jafna og gerðu það ágætlega, sem var lélegt af okkar hálfu.“„Svo er „crucial“ móment þar sem hann dæmir ekki víti, sem er víti að mér fannst. Svo þegar Þorsteinn er að sleppa einn í gegn og er tekinn niður, það er bara aukaspyrna og rautt að mínu viti. Þetta eru harðir dómar, eða ekki dómar, og það er mjög lélegt af dómara leiksins.“Stjarnan fékk á sig tvö mörk á stuttum tíma um miðjan seinni hálfleik, bæði upp úr hornspyrnum. Þarf Rúnar nú að fara með sína stráka í æfingabúðir hvernig eigi að verjast föstum leikatriðum?„Nei, nei. Við förum bara heim og hvílum okkur og svo er bara Breiðablik á þriðjudaginn og áfram með smjörið.“Hvað var Rúnar ánægðastur með í leik sinna manna? „Karakter og skipulag og vinnusemi. Skorum tvö frábær mörk og bara karakter. Við vildum þetta mikið og margt mjög flott í okkar leik í dag,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Leik lokið: FH - Stjarnan 2-2 | FH-ingar komu til baka

FH og Stjarnan deildu með sér stigunum í fjörugum leik á Kaplakrikavelli í áttundu umferð Pepsi Max deildar karla í kvöld. Stjarnan kastaði frá sér tveggja marka forskoti á tveimur mínútum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.