Íslenski boltinn

Sjáðu markaveisluna úr leikjum kvöldsins í Pepsi Max-deildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lennon tryggði FH stig gegn Stjörnunni.
Lennon tryggði FH stig gegn Stjörnunni. vísir/vilhelm

Fjórtán mörk voru skoruð í leikjunum þremur í Pepsi Max-deild karla í kvöld.

Fylkir gerði sér lítið fyrir og vann 4-3 sigur á toppliði Breiðabliks í Árbænum. Valdimar Þór Ingimundarson skoraði tvö mörk og lagði upp eitt fyrir Fylkismenn sem eru komnir upp í 4. sæti deildarinnar eftir tvo sigra í röð.

FH og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli í Kaplakrika. Stjörnumenn komust 0-2 yfir með tveimur mörkum Hilmars Árna Halldórssonar en FH-ingar jöfnuðu með tveimur mörkum á þriggja mínútna kafla. Steven Lennon, sem var í byrjunarliði FH í fyrsta sinn í sumar, skoraði jöfnunarmarkið á 70. mínútu.

Þá bar Víkingur R. sigurorð af HK, 2-1, í vígsluleik nýja gervigrasvallarins í Víkinni. Þetta var fyrsti sigur Víkinga í deildinni í sumar.

Mörkin úr leikjum kvöldsins má sjá hér fyrir neðan.

Fylkir 4-3 Breiðablik

Klippa: Fylkir 4-3 Breiðablik
 

FH 2-2 Stjarnan

Klippa: FH 2-2 Stjarnan
 

Víkingur R. 2-1 HK

Klippa: Víkingur R. 2-1 HK
 


Tengdar fréttir

Rúnar Páll: Mjög lélegt af dómara leiksins

Rúnari Páli Sigmundssyni var heitt í hamsi þegar leikur FH og Stjörnunnar var flautaður af með 2-2 jafntefli. Hann var ekki sáttur með dómara leiksins og fannst hans menn hafa átt að fá vítaspyrnu undir lok leiksins.

Valdimar: Helgi mun sjá eftir þessu

Valdimar Þór Ingimundarson skoraði tvö mörk og lagði upp eitt þegar Fylkir vann Breiðablik, 4-3, í 8. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.