Íslenski boltinn

Sölvi Geir: Þetta var æðislegur dagur

Þór Símon Hafþórsson skrifar
Sölvi vinnur skallaeinvígi.
Sölvi vinnur skallaeinvígi. vísir/daníel þór

„Loksins kom sigurinn. Erum búnir að vera ógeðslega nálægt því nokkrum sinnum í sumar og áttum þetta fyllilega skilið í lokin,“ sagði kátur Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Víkinga, eftir fyrsta sigur félagsins í sumar.

Leikurinn endaði 2-1 Víkingum í vil en HK-ingar settu drjúga pressu á lokamínútunum og áttu skot sem fór í slána í uppbótartíma en inn fór boltinn ekki.

„Stundum er þetta sláin inn og stundum sláin út. Finnst þetta hafi verið rétt úrslit þegar hann flautaði til leiksloka. Unnum vel fyrir þessu í kvöld,“ sagði Sölvi sem segir að sigurleysið hafi vissulega haft einhver áhrif á leikmenn Víkinga en þetta var áttundi leikur liðsins í deildinni í sumar.

„Það er ekki frábært að mæta á æfingu daginn eftir að missa sigur á síðustu sekúndunum. En við höfum ætlað okkur þetta í sumar og höfum átt helling inn í t.d. fjóru jafnteflunum sem við gerðum fyrir,“ sagði Sölvi sem getur örugglega notið sólarinnar í Reykjavík betur núna þegar fyrsti sigurinn er loksins kominn.

„Þetta var æðislegur dagur. Loksins völlurinn tilbúinn, geggjuð stemmning og þrjú stig. Svona á þetta að vera og vonandi verður bara ennþá meiri stemmning í næsta leik.“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.