Tugir þúsunda mótmæla enn í Hong Kong Sylvía Hall skrifar 16. júní 2019 09:34 Götur Hong Kong fylltust af svartklæddum mótmælendum. Vísir/Getty Þúsundir manna mótmæla enn í Hong Kong vegna umdeildra laga um framsalsheimildir, sem heimila framsal fólks frá Hong Kong til kínverskra yfirvalda á meginlandinu. Mótmælin standa enn yfir þrátt fyrir að stjórnvöld í Hong Kong hafi ákveðið í gær að fresta innleiðingu laganna. Mótmælendur sætta sig aftur á móti ekki við frestun heldur vilja að frumvarpið verði látið niður falla. Einhverjir krefjast þess að æðsti embættismaður sjálfstjórnarhéraðsins, Carrie Lam, segi af sér en hún hefur verið stuðningsmaður frumvarpsins.Sjá einnig: Risa mótmæli í Hong Kong vegna nýs lagafrumvarps Talið er að tugir þúsunda hafi mótmælt frumvarpinu en mótmælendur voru svartklæddir þegar þeir gengu um götur Hong Kong. Mótmælin eru þau stærstu og jafnframt þau hörðustu í áratugi en talið er að svo mikill fjöldi mótmælenda hafi ekki komið saman frá árinu 1989 þegar íbúar Hong Kong mótmæltu meðferðinni á kínverskum mótmælendum í blóðbaðinu á Tiananmen torgi.Ms Ng and Mr Chu have joined the protests at Victoria Park - say it's the first time protesting against the extradition proposals. Say they were angered by police use of force. Wearing white flowers to commemorate yesterday's protester who fell to his death. pic.twitter.com/BgJ2Nn3PJz — Helier Cheung (@HelierCheung) June 16, 2019 Þátttakendur í mótmælunum mættu margir hverjir með hvít blóm á meðan aðrir veifuðu borðum þar sem mátti lesa: „Ekki skjóta, við erum íbúar Hong Kong“, en lögregla hafði áður beitt táragasi og gúmmískotum á mótmælendur. Hiti fór víða upp í þrjátíu gráður á meðan mótmælunum stóð og áttu margir mótmælendur erfitt með hitann. Mátti sjá fólk falla í yfirlið á götum Hong Kong og voru sjálfboðaliðar á vettvangi til þess að veita aðstoð og dreifa vatnsflöskum til þeirra. Mótmælin hafa vakið athygli víða um heim en á miðvikudag brutust út óeirðir og voru yfir sjötíu manns lögð á spítala í kjölfarið. Þá neyddust verslanir og bankar á svæðinu til þess að loka útibúum sínum á meðan þeim stóð.Vísir/GettyVísir/Getty Hong Kong Kína Tengdar fréttir Stjórnvöld í Hong Kong fresti framsalsfrumvarpi Stuðningur á þingi og í stjórnmálasamfélaginu við frumvarp stjórnvalda í Hong Kong um að heimila framsal til meginlands Kína minnkar og ráðgjafar Carrie Lam, leiðtoga sjálfstjórnarhéraðsins, ráðleggja henni að fresta atkvæðagreiðslu. 15. júní 2019 07:30 Hong Kong hættir við framsal til Kína í bili Ríkisstjórn Hong Kong, með Carrie Lam fremsta í fararbroddi, hefur hætt við umdeild áform sín um að leyfa framsal til meginlands Kína. BBC greinir frá 15. júní 2019 19:35 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Þúsundir manna mótmæla enn í Hong Kong vegna umdeildra laga um framsalsheimildir, sem heimila framsal fólks frá Hong Kong til kínverskra yfirvalda á meginlandinu. Mótmælin standa enn yfir þrátt fyrir að stjórnvöld í Hong Kong hafi ákveðið í gær að fresta innleiðingu laganna. Mótmælendur sætta sig aftur á móti ekki við frestun heldur vilja að frumvarpið verði látið niður falla. Einhverjir krefjast þess að æðsti embættismaður sjálfstjórnarhéraðsins, Carrie Lam, segi af sér en hún hefur verið stuðningsmaður frumvarpsins.Sjá einnig: Risa mótmæli í Hong Kong vegna nýs lagafrumvarps Talið er að tugir þúsunda hafi mótmælt frumvarpinu en mótmælendur voru svartklæddir þegar þeir gengu um götur Hong Kong. Mótmælin eru þau stærstu og jafnframt þau hörðustu í áratugi en talið er að svo mikill fjöldi mótmælenda hafi ekki komið saman frá árinu 1989 þegar íbúar Hong Kong mótmæltu meðferðinni á kínverskum mótmælendum í blóðbaðinu á Tiananmen torgi.Ms Ng and Mr Chu have joined the protests at Victoria Park - say it's the first time protesting against the extradition proposals. Say they were angered by police use of force. Wearing white flowers to commemorate yesterday's protester who fell to his death. pic.twitter.com/BgJ2Nn3PJz — Helier Cheung (@HelierCheung) June 16, 2019 Þátttakendur í mótmælunum mættu margir hverjir með hvít blóm á meðan aðrir veifuðu borðum þar sem mátti lesa: „Ekki skjóta, við erum íbúar Hong Kong“, en lögregla hafði áður beitt táragasi og gúmmískotum á mótmælendur. Hiti fór víða upp í þrjátíu gráður á meðan mótmælunum stóð og áttu margir mótmælendur erfitt með hitann. Mátti sjá fólk falla í yfirlið á götum Hong Kong og voru sjálfboðaliðar á vettvangi til þess að veita aðstoð og dreifa vatnsflöskum til þeirra. Mótmælin hafa vakið athygli víða um heim en á miðvikudag brutust út óeirðir og voru yfir sjötíu manns lögð á spítala í kjölfarið. Þá neyddust verslanir og bankar á svæðinu til þess að loka útibúum sínum á meðan þeim stóð.Vísir/GettyVísir/Getty
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Stjórnvöld í Hong Kong fresti framsalsfrumvarpi Stuðningur á þingi og í stjórnmálasamfélaginu við frumvarp stjórnvalda í Hong Kong um að heimila framsal til meginlands Kína minnkar og ráðgjafar Carrie Lam, leiðtoga sjálfstjórnarhéraðsins, ráðleggja henni að fresta atkvæðagreiðslu. 15. júní 2019 07:30 Hong Kong hættir við framsal til Kína í bili Ríkisstjórn Hong Kong, með Carrie Lam fremsta í fararbroddi, hefur hætt við umdeild áform sín um að leyfa framsal til meginlands Kína. BBC greinir frá 15. júní 2019 19:35 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Stjórnvöld í Hong Kong fresti framsalsfrumvarpi Stuðningur á þingi og í stjórnmálasamfélaginu við frumvarp stjórnvalda í Hong Kong um að heimila framsal til meginlands Kína minnkar og ráðgjafar Carrie Lam, leiðtoga sjálfstjórnarhéraðsins, ráðleggja henni að fresta atkvæðagreiðslu. 15. júní 2019 07:30
Hong Kong hættir við framsal til Kína í bili Ríkisstjórn Hong Kong, með Carrie Lam fremsta í fararbroddi, hefur hætt við umdeild áform sín um að leyfa framsal til meginlands Kína. BBC greinir frá 15. júní 2019 19:35