Erlent

Stjórnvöld í Hong Kong fresti framsalsfrumvarpi

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Mótmælendur í Hong Kong.
Mótmælendur í Hong Kong. Nordicphotos/AFP

Stuðningur á þingi og í stjórnmálasamfélaginu við frumvarp stjórnvalda í Hong Kong um að heimila framsal til meginlands Kína minnkar og ráðgjafar Carrie Lam, leiðtoga sjálfstjórnarhéraðsins, ráðleggja henni að fresta atkvæðagreiðslu. South China Morning Post og fleiri miðlar greindu frá í gær.

Hundruð þúsunda íbúa hafa flykkst út á götur til þess að mótmæla frumvarpinu. Það er sagt til þess fallið að þagga niður í gagnrýnisröddum. Aðgerðir lögreglu gegn mótmælendum hafa einnig verið gagnrýndar.

Bernard Chan, einn æðstu embættismanna Hong Kong, sagði í gær að eins og staðan er nú væri ómögulegt að drífa frumvarpið í gegn. „Ég held að það sé ómögulegt í ljósi þessarar miklu andstöðu. Það væri afar erfitt og við ættum að minnsta kosti að forðast að auka á spennuna.“


Tengdar fréttir

Umdeildu lagafrumvarpi mótmælt í Hong Kong

Þúsundir mótmælenda gengu fylktu liði að löggjafarþinginu í Hong Kong til að mótmæla umdeildu lagafrumvarpi sem heimilar framsal brotamanna frá sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong til meginlands Kína.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.