Erlent

Hong Kong hættir við framsal til Kína í bili

Andri Eysteinsson skrifar
Fjöldamótmæli fyrir utan löggjafarþingið í Hong Kong vegna áformana.
Fjöldamótmæli fyrir utan löggjafarþingið í Hong Kong vegna áformana. Vísir/ap

Ríkisstjórn Hong Kong, með Carrie Lam fremsta í fararbroddi, hefur hætt við umdeild áform sín um að leyfa framsal til meginlands Kína. BBC greinir frá. BBC greinir frá.

Áður hafði leiðtoginn Carrie Lam greint frá því að breytingarnar myndu fara í gegn þrátt fyrir fjölda fjölmennra mótmæla á götum Hong Kong. Stuðningur við breytingarnar frá stjórnmálaheiminum hafði einnig farið þverrandi.

Eftir að Lam hafði tilkynnt breytingar á áformum stjórnarinnar sagði hún að ákall samfélagsins hafi fengið stjórnina og hana til að hugsa málið betur.

Þá sagði Lam að hún berðist í hvívetna fyrir hagsmunum Hong Kong og fyrsta skref væri að koma á friði og reglu í samfélaginu.

Ekki liggur fyrir hvenær löggjafinn mun taka málið upp að nýju.


Tengdar fréttir

Stjórnvöld í Hong Kong fresti framsalsfrumvarpi

Stuðningur á þingi og í stjórnmálasamfélaginu við frumvarp stjórnvalda í Hong Kong um að heimila framsal til meginlands Kína minnkar og ráðgjafar Carrie Lam, leiðtoga sjálfstjórnarhéraðsins, ráðleggja henni að fresta atkvæðagreiðslu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.