Íslenski boltinn

Pepsi Max Mörkin: „Sorglegt að sjá hvað FH lagðist djúpt“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
s2 sport

FH og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli í Kaplakrika í Pepsi Max deildinni á föstudag. Atli Viðar Björnsson greindi leik FH í Pepsi Max Mörkunum í gærkvöld.

„Það kom mér svakalega á óvart hvernig FH byrjaði leikinn. Þeir liggja til baka með allt liðið sitt á eigin vallarhelmingi og leyfðu Stjörnunni að hafa boltann,“ sagði Atli sem þekkir vel til FH-liðsins en hann spilaði með liðinu nær allan sinn feril þar til hann setti skóna á hilluna síðasta haust.

„Mér fannst eiginlega bara pínulítið sorglegt að sjá hvað FH-ingarnir lögðust djúpt.“

„Lið sem er með menn eins og Atla Guðnason, Steven Lennon, Brand Olsen, ég held að svoleiðis lið hljóti að vilja hafa boltann í staðinn fyrir að vera í vörn.“

Stjarnan komst yfir 2-0 í leiknum en FH jafnaði úr föstum leikatriðum á tveggja mínútna kafla.

Alla greiningu Atla má sjá hér að neðan.

Klippa: Pepsi Max Mörkin: Atli greinir leik FHAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.