Erlent

Sjálfsvígsárás í Nígeríu varð þrjátíu að bana

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Lögreglan að störfum eftir hryðjuverkaárás í norðaustur Nígeríu. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Lögreglan að störfum eftir hryðjuverkaárás í norðaustur Nígeríu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. getty/next24online

Minnst 30 eru látnir eftir sjálfsvígs sprengjuáraás í norðaustur Nígeríu. Þetta kemur fram í tilkynningu yfirvalda og greint er frá málinu á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Fjörutíu til viðbótar eru særðir, samkvæmt Neyðarástandsstofnun Nígeríu (e. State Emergency Management Agency).

Árásarmennirnir virkjuðu sprengjurnar fyrir utan stóran sal í Konduga í Borno ríki, þar sem fótboltaaðdáendur voru að horfa á leik í sjónvarpinu.

Hryðjuverkahópnum Boko Haram hefur verið kennt um árásina þótt að hann hafi ekki tekið ábyrgð á henni.

Hópurinn hefur ítrekað gert sprengjuárásir í ríkinu.

Ali Hassan, leiðtogi sjálfsvarnar hóps í Konduga, sagði í samtali við fréttastofu AFP að eigandi salsins hafi rifist við einn sprengjumannanna þegar hann reyndi að komast inn í salinn.

„Það urðu hvöss skoðanaskipti á milli eigandans og sprengjumannsins, sem sprengdi sjálfan sig í loft upp,“ sagði hann.

Boko Haram hefur orðið 27.000 einstaklingum að bana og neytt um tvær milljónir einstaklinga til að yfirgefa heimili sín.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.