Enski boltinn

Ferguson hvetur United til að ráða manninn sem keypti Kante og Mahrez til Leicester

Anton Ingi Leifsson skrifar
Walsh til hægri.
Walsh til hægri. vísir/getty
Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, hefur hvatt félagið til þess að ráða Steve Walsh til starfa hjá félaginu.

Sky Sports hefur þetta eftir heimildum sínum en hann á að hjálpa til við að breyta uppbyggingu félagsins. Mikið hefur verið rætt um hvernig félagið er byggt upp og vill stjórn félagsins nú breyta til.

Ferguson vill að Walsh komi inn í þetta starf og einnig að hann taki yfir það starf að fylgjast með bestu ungu leikmönnum félagsins og þróa stefnu félagsins hvað varðar yngri leikmenn.







Walsh var yfirmaður innkaupa hjá Leicester er félagið varð Englandsmeistari 2015/216 og var meðal annars maðurinn á bakvið N'Golo Kante og Riyad Mahrez.

Síðustu tvö ár hefur Walsh hins vegar verið yfirmaður knattspyrnumála hjá Everton þar sem ekki gekk sem skildi. Hann hætti þar 16. maí er Marcel Brands var fenginn í hans stað.

Það eru þó ekki allir sammála Ferguson hvað þetta varðar en Ed Woodward, framkvæmdarstjóri félagsins, vill frekar fá fyrrum leikmann Manchester United í verkið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×