Enski boltinn

Ungu Englendingarnir köstuðu frá sér sigrinum í uppbótartíma

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik kvöldsins.
Úr leik kvöldsins. vísir/getty
Enska landsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri tapaði fyrsta leik sínum á EM U21 er liðið tapaði 2-1 fyrir Frakklandi en mótið er haldið á Ítalíu.Það byrjaði vel fyrir England því í fyrri hálfleik klúðraði Mousse Dembele vítaspyrnu og mistókst því að koma Frökkunum yfir. Markalaust í hálfleik.Phil Foden, leikmaður Englandsmeistara Manchester City, kom City yfir á 54. mínútu en átta mínútum síðar var Hamza Choudhury, leikmaður Leicester, sendur í sturtu.Frakkarnir jöfnuðu hins vegar ekki fyrr en á Jonathan Ikone og á 94. mínútu varð Aaron-Wan Bissaka fyrir því óláni að skora sjálfsmark. 2-1 sigur Frakklands staðreynd.Í sama riðli vann Rúmenía 4-1 sigur á Króatíu.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.