Íslenski boltinn

Yfir 500 krakkar í knattspyrnuskóla Barcelona á Kópavogsvelli

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
520 krakkar á aldrinum 10-16 ára eru í knattspyrnuskóla Barcelona á Kópavogsvelli. Slíkur var áhuginn að færri komust að en vildu.

Þetta er í fjórða sinn sem Barcelona-skólinn er starfræktur í samstarfi við knattspyrnuakademíu Íslands og fjöldinn eykst með hverju ári. Í fyrra voru um 400 á námskeiðinu.

Sextíu voru á biðlista í ár.

Ruben Morales, þjálfari 10-12 ára drengja hjá Barcelona, er á meðal þjálfara á námskeiðinu og segir það hafa komið sér á óvart hversu góðir íslensku krakkarnir séu.

„Þetta kom mér á óvart því mér finnst þau á mjög háu stigi, ekki bara strákarnir heldur stelpurnar líka. Þau hafa mikla færni og ná að skilja okkar leikstíl á tveimur dögum,“ sagði Morales við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Umfjöllun Arnars um knattspyrnuskólann má sjá í myndbandsglugganum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×