Enski boltinn

Scholes veðjaði á að Valencia undir stjórn Nevilles myndi vinna Barcelona

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Scholes veðjaði á 140 fótboltaleiki á þriggja og hálfs árs tímabili.
Scholes veðjaði á 140 fótboltaleiki á þriggja og hálfs árs tímabili. vísir/getty

Paul Scholes veðjaði á að Valencia myndi vinna Barcelona þegar Gary Neville var við stjórnvölinn hjá fyrrnefnda liðinu.

Scholes fékk 8000 punda sekt fyrir brot á veðmálareglum enska knattspyrnusambandinu. Hann gekkst við brotinu og baðst afsökunar á því.

Scholes var kærður fyrir að veðja á 140 fótboltaleiki frá ágúst 2015 til janúar 2019. Hann er einn eigenda Salford City og samkvæmt reglum enska knattspyrnusambandsins mega eigendur eða starfsmenn fótboltaliða ekki veðja á leiki.

Auk þess að veðja á leik Valencia og Barcelona veðjaði Scholes á átta leiki Manchester United. Á þeim tíma störfuðu bæði Ryan Giggs og Nicky Butt, sem eiga einnig hlut í Salford, fyrir United.

Hinn 44 ára Scholes hætti sem knattspyrnustjóri Oldham Athletic í mars eftir aðeins mánuð í starfi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.