Enski boltinn

Scholes veðjaði á að Valencia undir stjórn Nevilles myndi vinna Barcelona

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Scholes veðjaði á 140 fótboltaleiki á þriggja og hálfs árs tímabili.
Scholes veðjaði á 140 fótboltaleiki á þriggja og hálfs árs tímabili. vísir/getty
Paul Scholes veðjaði á að Valencia myndi vinna Barcelona þegar Gary Neville var við stjórnvölinn hjá fyrrnefnda liðinu.

Scholes fékk 8000 punda sekt fyrir brot á veðmálareglum enska knattspyrnusambandinu. Hann gekkst við brotinu og baðst afsökunar á því.

Scholes var kærður fyrir að veðja á 140 fótboltaleiki frá ágúst 2015 til janúar 2019. Hann er einn eigenda Salford City og samkvæmt reglum enska knattspyrnusambandsins mega eigendur eða starfsmenn fótboltaliða ekki veðja á leiki.

Auk þess að veðja á leik Valencia og Barcelona veðjaði Scholes á átta leiki Manchester United. Á þeim tíma störfuðu bæði Ryan Giggs og Nicky Butt, sem eiga einnig hlut í Salford, fyrir United.

Hinn 44 ára Scholes hætti sem knattspyrnustjóri Oldham Athletic í mars eftir aðeins mánuð í starfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×