Skilur lítið í köldum kveðjum Íslendinga: „Af hverju eruð þið svona reið?“ Birgir Olgeirsson skrifar 3. júní 2019 11:15 Ferðamaðurinn er þekktur á samfélagsmiðlum, þá helst Instagram, en nafn hans er Alexander Tikhomirov. Instagram Ferðamaðurinn sem gerðist sekur um alvarleg spjöll á Bjarnarflagi í Mývatnssveit í gær, með því að aka utan vegar, á yfir höfði sér að lágmarki 350 þúsund króna sekt. Lögreglan á Húsavík yfirheyrði manninn í gær sem gekkst við brotum sínum en að sögn viðstaddra var enga iðrun að sjá á ferðamanninum og föruneyti hans. Umræddur ferðamaður hefur verið boðaður á lögreglustöðina á Akureyri í dag þar sem honum verður boðið að ljúka málinu með sektargreiðslu. Samkvæmt lögum um náttúruvernd geta alvarleg spjöll á náttúru landsins varðað sektum, að lágmarki 350 þúsund krónum. Sektin gæti því orðið mun hærri enda mat manna að um verulega alvarleg spjöll á náttúru sé að ræða vegna einbeitts brotavilja mannsins. Ferðamaðurinn er þekktur á samfélagsmiðlum, þá helst Instagram, en nafn hans er Alexander Tikhomirov. View this post on InstagramПоздравьте, сегодня я попал на кругленькую сумму и чуть не окончил наш трип на второй день $$$ :) Подробности в видео A post shared by Alexander Tikhomirov (@sashatikhomirov) on Jun 2, 2019 at 2:05pm PDT Hann hefur fengið kaldar kveðjur frá Íslendingum í gegnum Instagram-reikning sinn þar sem honum er tilkynnt að hann sé ekki lengur velkominn á Íslandi og hann beðinn um að koma aldrei aftur í Mývatnssveit. „Árás Íslendinga. Guð minn góður. Af hverju eruð þið svona reið,“ skrifar Alexander Tikhomirov þar sem hann deilir þessum kveðjum Íslendinga.Skjáskot af Instagram reikningi ökumannsins.InstagramTikhomirov þessi hefur um 318 þúsund fylgjendur á Instagram er förunautar hans eru með öllu minna, 11,600, 3,300 og 2,189 fylgjendur. Sigurður Jónas Þorbergsson er einn landeigenda Reykjahlíðar, en hann segir í samtali við Vísi að förin eftir utanvegaaksturinn eigi eftir að sjást en ekki sé vitað á þessari stundu hvernig viðgerðum verður háttað. Hann veltir einnig fyrir sér hver áhrif þessa aksturs eigi eftir að vera til langs tíma, og nefnir í því samhengi myndband tónlistarmannsins Justin Bieber í Fjaðrárgljúfri. „Þar sem frægar persónur hafa komið og stillt sér upp fylgja gjarnan aðrir í kjölfarið. Ég veit ekki hvernig við náum að laga þetta,“ segir Sigurður Jónas. Hann segir þetta mikil vonbrigði þegar reynt er að ganga vel um landið. „Þá koma svona kjánar og halda að þeir geti keyrt um allar trissur. Það var enga iðrun að sjá,“ segir Sigurður Jónas. Lögreglumál Skútustaðahreppur Umhverfismál Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
Ferðamaðurinn sem gerðist sekur um alvarleg spjöll á Bjarnarflagi í Mývatnssveit í gær, með því að aka utan vegar, á yfir höfði sér að lágmarki 350 þúsund króna sekt. Lögreglan á Húsavík yfirheyrði manninn í gær sem gekkst við brotum sínum en að sögn viðstaddra var enga iðrun að sjá á ferðamanninum og föruneyti hans. Umræddur ferðamaður hefur verið boðaður á lögreglustöðina á Akureyri í dag þar sem honum verður boðið að ljúka málinu með sektargreiðslu. Samkvæmt lögum um náttúruvernd geta alvarleg spjöll á náttúru landsins varðað sektum, að lágmarki 350 þúsund krónum. Sektin gæti því orðið mun hærri enda mat manna að um verulega alvarleg spjöll á náttúru sé að ræða vegna einbeitts brotavilja mannsins. Ferðamaðurinn er þekktur á samfélagsmiðlum, þá helst Instagram, en nafn hans er Alexander Tikhomirov. View this post on InstagramПоздравьте, сегодня я попал на кругленькую сумму и чуть не окончил наш трип на второй день $$$ :) Подробности в видео A post shared by Alexander Tikhomirov (@sashatikhomirov) on Jun 2, 2019 at 2:05pm PDT Hann hefur fengið kaldar kveðjur frá Íslendingum í gegnum Instagram-reikning sinn þar sem honum er tilkynnt að hann sé ekki lengur velkominn á Íslandi og hann beðinn um að koma aldrei aftur í Mývatnssveit. „Árás Íslendinga. Guð minn góður. Af hverju eruð þið svona reið,“ skrifar Alexander Tikhomirov þar sem hann deilir þessum kveðjum Íslendinga.Skjáskot af Instagram reikningi ökumannsins.InstagramTikhomirov þessi hefur um 318 þúsund fylgjendur á Instagram er förunautar hans eru með öllu minna, 11,600, 3,300 og 2,189 fylgjendur. Sigurður Jónas Þorbergsson er einn landeigenda Reykjahlíðar, en hann segir í samtali við Vísi að förin eftir utanvegaaksturinn eigi eftir að sjást en ekki sé vitað á þessari stundu hvernig viðgerðum verður háttað. Hann veltir einnig fyrir sér hver áhrif þessa aksturs eigi eftir að vera til langs tíma, og nefnir í því samhengi myndband tónlistarmannsins Justin Bieber í Fjaðrárgljúfri. „Þar sem frægar persónur hafa komið og stillt sér upp fylgja gjarnan aðrir í kjölfarið. Ég veit ekki hvernig við náum að laga þetta,“ segir Sigurður Jónas. Hann segir þetta mikil vonbrigði þegar reynt er að ganga vel um landið. „Þá koma svona kjánar og halda að þeir geti keyrt um allar trissur. Það var enga iðrun að sjá,“ segir Sigurður Jónas.
Lögreglumál Skútustaðahreppur Umhverfismál Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira