Sir Elton John reiður Rússum fyrir að ritskoða hinseginatriði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. júní 2019 10:55 Sir Elton virðist eiga eitthvað vantalað við Vladímír Pútín Rússlandsforseta. Stephane Cardinale/Getty Enski söngvarinn Sir Elton John er ekki par hrifinn af ákvörðun rússnesks dreifiaðila nýrrar ævisögukvikmyndar um hann, Rocketman, um að klippa atriði sem snúa að samkynhneigð söngvarans út úr myndinni. Dreifiaðili myndarinnar í rússlandi staðfesti við ríkisfjölmiðilinn þar í landi að atriðin sem um ræðir hafi verið fjarlægð og segir það hafa verið gert til þess að fylgja rússneskum lögum. Söngvarinn gaf ásamt framleiðendum myndarinnar út yfirlýsingu í gær þar sem ritskoðuninni var „hafnað eins harkalega og hægt er.“ Í yfirlýsingunni, sem birtist á Twitter-síðu söngvarans í gær, segir hann ritskoðunina „til marks um þá klofnu veröld sem við búum enn í og hvernig hún getur hafnað ást tveggja einstaklinga á jafn grimmilegan hátt.“ „Við trúum á að byggja brýr og opna á samtöl, og við munum halda áfram að leitast við að brjóta niður hindranir þar hlustað er á alla til jafns, hvar sem er í heiminum,“ segir einnig í yfirlýsingunni.pic.twitter.com/WT05TvCHT7 — Elton John (@eltonofficial) May 31, 2019 Blaðamenn sem sóttu forsýningu Rocketman í Moskvu áætla að um fimm mínútur af myndefni hafi verið klipptar út úr upphaflegri útgáfu myndarinnar. Kvikmyndarýnandinn Anton Dolin sagði frá því á Facebook-síðu sinni að „öll atriði sem innihéldu kossa, kynlíf og munnmök milli karlmanna“ hafi verið klippt út. Hann bætti við að svæsnasta dæmið um ritskoðunina væri að mynd af Sir Elton og eiginmanni hans, sem birtist við lok myndarinnar, hafi verið fjarlægð. Annar blaðamaður sem var viðstaddur forsýninguna sagði atriði sem sýndu neyslu fíkniefna einnig hafa verið fjarlægð. Olga Lyubimova, sem fer fyrir kvikmyndadeild menningarmálaráðuneytis Rússlands, segir engar kröfur um breytingar á myndinni hafa verið settar fram af hálfu ráðuneytisins. „Það er ekkert launungarmál að margar vestrænar og rússneskar myndir tengjast fíkniefnaneyslu. Þannig væri rangt að halda því fram að við stunduðum nokkurs konar ritskoðun.“ Hún bætti því þó við að gert væri ráð fyrir að kvikmyndir fylgdu rússneskum lögum er kemur að „barnagirnd, hatri á grundvelli uppruna eða trúar og klámi.“ Sir Elton hefur áður gagnrýnt stefnu Rússa í málefnum samkynhneigðra. Árið 2015 sagði söngvarinn ástsæli, í samtali við BBC, að viðhorf Vladímírs Pútín Rússlandsforseta til réttinda samkynhneigðra væru „fáránleg,“ og lýsti yfir áhuga á að hitta forsetann til þess að fara yfir þau mál. Bíó og sjónvarp Rússland Tónlist Tengdar fréttir Frumsýning á Rocketman í London Rocketman fjallar um líf og starf tónlistarmannsins Eltons John. Hún var frumsýnd með pompi og prakt í London fyrr í vikunni. 30. maí 2019 07:00 Elton John gefst upp á heimalandinu: „Ég er ekki heimskur, nýlendudrottnandi, heimsvaldasinnaður, breskur fáviti“ Óhætt er að segja að tónlistarmaðurinn sé dauðþreyttur á breskum stjórnmálum. 31. maí 2019 14:49 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Sjá meira
Enski söngvarinn Sir Elton John er ekki par hrifinn af ákvörðun rússnesks dreifiaðila nýrrar ævisögukvikmyndar um hann, Rocketman, um að klippa atriði sem snúa að samkynhneigð söngvarans út úr myndinni. Dreifiaðili myndarinnar í rússlandi staðfesti við ríkisfjölmiðilinn þar í landi að atriðin sem um ræðir hafi verið fjarlægð og segir það hafa verið gert til þess að fylgja rússneskum lögum. Söngvarinn gaf ásamt framleiðendum myndarinnar út yfirlýsingu í gær þar sem ritskoðuninni var „hafnað eins harkalega og hægt er.“ Í yfirlýsingunni, sem birtist á Twitter-síðu söngvarans í gær, segir hann ritskoðunina „til marks um þá klofnu veröld sem við búum enn í og hvernig hún getur hafnað ást tveggja einstaklinga á jafn grimmilegan hátt.“ „Við trúum á að byggja brýr og opna á samtöl, og við munum halda áfram að leitast við að brjóta niður hindranir þar hlustað er á alla til jafns, hvar sem er í heiminum,“ segir einnig í yfirlýsingunni.pic.twitter.com/WT05TvCHT7 — Elton John (@eltonofficial) May 31, 2019 Blaðamenn sem sóttu forsýningu Rocketman í Moskvu áætla að um fimm mínútur af myndefni hafi verið klipptar út úr upphaflegri útgáfu myndarinnar. Kvikmyndarýnandinn Anton Dolin sagði frá því á Facebook-síðu sinni að „öll atriði sem innihéldu kossa, kynlíf og munnmök milli karlmanna“ hafi verið klippt út. Hann bætti við að svæsnasta dæmið um ritskoðunina væri að mynd af Sir Elton og eiginmanni hans, sem birtist við lok myndarinnar, hafi verið fjarlægð. Annar blaðamaður sem var viðstaddur forsýninguna sagði atriði sem sýndu neyslu fíkniefna einnig hafa verið fjarlægð. Olga Lyubimova, sem fer fyrir kvikmyndadeild menningarmálaráðuneytis Rússlands, segir engar kröfur um breytingar á myndinni hafa verið settar fram af hálfu ráðuneytisins. „Það er ekkert launungarmál að margar vestrænar og rússneskar myndir tengjast fíkniefnaneyslu. Þannig væri rangt að halda því fram að við stunduðum nokkurs konar ritskoðun.“ Hún bætti því þó við að gert væri ráð fyrir að kvikmyndir fylgdu rússneskum lögum er kemur að „barnagirnd, hatri á grundvelli uppruna eða trúar og klámi.“ Sir Elton hefur áður gagnrýnt stefnu Rússa í málefnum samkynhneigðra. Árið 2015 sagði söngvarinn ástsæli, í samtali við BBC, að viðhorf Vladímírs Pútín Rússlandsforseta til réttinda samkynhneigðra væru „fáránleg,“ og lýsti yfir áhuga á að hitta forsetann til þess að fara yfir þau mál.
Bíó og sjónvarp Rússland Tónlist Tengdar fréttir Frumsýning á Rocketman í London Rocketman fjallar um líf og starf tónlistarmannsins Eltons John. Hún var frumsýnd með pompi og prakt í London fyrr í vikunni. 30. maí 2019 07:00 Elton John gefst upp á heimalandinu: „Ég er ekki heimskur, nýlendudrottnandi, heimsvaldasinnaður, breskur fáviti“ Óhætt er að segja að tónlistarmaðurinn sé dauðþreyttur á breskum stjórnmálum. 31. maí 2019 14:49 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Sjá meira
Frumsýning á Rocketman í London Rocketman fjallar um líf og starf tónlistarmannsins Eltons John. Hún var frumsýnd með pompi og prakt í London fyrr í vikunni. 30. maí 2019 07:00
Elton John gefst upp á heimalandinu: „Ég er ekki heimskur, nýlendudrottnandi, heimsvaldasinnaður, breskur fáviti“ Óhætt er að segja að tónlistarmaðurinn sé dauðþreyttur á breskum stjórnmálum. 31. maí 2019 14:49