Bíó og sjónvarp

Frumsýning á Rocketman í London

Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar
Leikarinn Richard Madden sem sló í gegn í Game of Thrones og bresku seríunni Bodyguard fer með hlutverk umboðsmanns Eltons.
Leikarinn Richard Madden sem sló í gegn í Game of Thrones og bresku seríunni Bodyguard fer með hlutverk umboðsmanns Eltons.

Nú fyrr í vikunni var bíómyndin Rocketman frumsýnd í London. Myndir fjallar um ævi tónlistarmannsins Eltons John. Kvikmyndagerðarmennirnir nutu dyggrar aðstoðar Eltons við gerð handritsins.

Hann hefur sagt í viðtölum í vikunni að sumir framleiðendur myndarinnar hafi viljað ritskoða kynlífsenur og frásögn af eiturlyfjaneyslu hans.

Söngvarinn geðþekki segir að hann hafi ekki tekið það í mál, fortíðin ætti að birtast á hvíta tjaldinu eins nálægt sannleikanum og hægt væri.

Elton mætti á frumsýninguna ásamt eiginmanni sínum, David Furnish, en þeir eru einnig partur af framleiðendateyminu. Breski leikarinn Taron Egerton fer með hlutverk Eltons John.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.