Íslenski boltinn

Rúnar Páll: Það getur allt gerst í þessu

Guðlaugur Valgeirsson skrifar
Rúnar Páll var ánægður í kvöld.
Rúnar Páll var ánægður í kvöld. vísir/daníel
Rúnar Páll Sigmundsson var gríðarlega ánægður með sigur sinna manna gegn Val í kvöld. Þeir voru 1-0 undir í hálfleik en snéru leiknum sér í hag og unnu leikinn 2-1. Hann sagði sigurinn vera mjög mikilvægan upp á framhaldið í sumar.

„Gríðarlega mikilvægur sigur og kærkomið. Við höfum ekki verið að ná í úrslit þrátt fyrir að vera betri aðilinn í leikjum fyrr í sumar þannig þetta var mjög sætt.”

Rúnar var mjög ánægður með innkomu Guðmundar Steins sem skoraði sigurmark Stjörnunnar.

„Já mjög sáttur, þetta er það sem hann er flinkur í. Liðið í heild sinni var frábært í dag og mættu mjög tilbúnir til leiks og við þurfum að halda þessu áfram.”

Hann sagði að það hafi verið mjög svekkjandi að sjá mistökin í fyrri hálfleik sem gáfu Valsmönnum forystuna í leiknum.

„Auðvitað var það svekkjandi en svona er boltinn, það getur allt gerst í þessu og við ræddum vel saman í hálfleik og vorum ákveðnir að vera þolinmóðir og það skilaði þremur stigum í dag.”

Hann sagði að lokum hvað það væri mikilvægt að fara inn í landsleikjafríið með sigur á bakinu frekar en tap.

„Það er gríðarlega mikilvægt og upp á framhaldið skiptir það öllu og fyrir framan þennan frábæra stuðning sem gaf mikið í dag. Við gætum ekki verið ánægðari,” sagði Rúnar Páll að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×