Íslenski boltinn

ÍBV er ekki að íhuga að skipta Hipolito út: Ertu eitthvað bilaður?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pedro Hipolito á hliðarlínunni hjá ÍBV.
Pedro Hipolito á hliðarlínunni hjá ÍBV. vísir/bára
Nú er um tveggja vikna frí á Pepsi Max-deild karla og ef liðin ætla sér að gera einhverjar breytingar eftir hraðmótið þá er tíminn núna.

Sögusagnir hafa gengið í Eyjum um að ÍBV ætli sér að skipta þjálfaranum Pedro Hipolito út og því jafn vel verið fleygt að Hermann Hreiðarsson yrði fenginn í hans stað. Þær sögusagnir ekki við rök að styðjast.

„Ertu eitthvað bilaður? Nei, við ætlum ekki að skipta um þjálfara. Það kemur ekki til greina,“ sagði Haraldur Bergvinsson, varaformaður meistaraflokksráðs karla hjá ÍBV, aðspurður um sögusagnirnar.

„Hann er að gera mjög góða hluti og við vissum að þetta myndi koma hjá honum. Það er heldur engin lausn að losa sig alltaf við þjálfarann.“

ÍBV var að vinna sinn fyrsta leik í deildinni undir stjórn Hipolito er liðið skellti toppliði ÍA. Svo er liðið komið í 8-liða úrslit í bikarnum og menn jákvæðir í Eyjum.

„Hann er að nota fullt af Eyjamönnum. Mér fyndist það vera galið ef við ætluðum að skipta núna.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×