Íslenski boltinn

Hannes Þór: Vægast sagt gengið hrikalega hjá okkur Valsmönnum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hannes í leik með Valsmönnum í sumar.
Hannes í leik með Valsmönnum í sumar. vísir/vilhelm
Gengi Íslandsmeistara Vals hefur verið erfitt í upphafi sumars og markvörður liðsins, Hannes Þór Halldórsson, er nokkuð feginn að fá smá frí frá Pepsi Max-deildinni.

„Það hefur vægast sagt gengið hrikalega og ekki það sem maður bjóst við. Ég átti von á því að við yrðum á hinum endanum á töflunni á þessum tímapunkti,“ segir Hannes Þór.

„Það er kærkomið að fá að hreinsa hausinn aðeins frá Pepsi og takast á við nýtt umhverfi.“

Hannes átti erfiða byrjun í búningi Vals. Rekinn út af í fyrsta leik en það hefur verið stígandi í hans leik.

„Auðvitað þarf maður aðeins að finna taktinn og ég byrjaði auðvitað illa. Ég hef verið á góðu rönni upp á síðkastið. Ég er auðvitað hluti af Valsliðinu þar sem gengur illa en ég verð líka að horfa í eigin frammistöðu og hef verið sáttur við hana.

„Ég hef ekki yfir neinu að kvarta. Ég er ánægður að vera kominn í íslensku deildina og til Íslands. Það er því synd hvað þetta hefur gengið hrikalega.“



Klippa: Hannes Þór um gengi Vals



Fleiri fréttir

Sjá meira


×