Telja húsleitir ógna fjölmiðlafrelsi í Ástralíu Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2019 08:01 Höfuðstöðvar ABC í Sydney þar sem lögreglan gerði húsleit í dag. Vísir/EPA Húsleitir áströlsku lögreglunnar á skrifstofum ríkisútvarpsins og á heimili ritstjóra annars miðils hafa vakið harða gagnrýni fjölmiðlamanna. Fjölmiðlarnir eru sakaðir um að hafa birt leyniskjöl um misferli ástralskra hermanna í Afganistan og áform áströlsku leyniþjónustunnar um rafræna vöktun á einstaklingum. Fulltrúar áströlsku alríkislögreglunnar AFP leituðu á skrifstofum ríkisútvarpsins ABC í Sydney í dag. Áður höfðu þeir gert húsleit heima hjá ritstjóra fjölmiðlafyrirtækisins News Corp. AFP segir að engin tengsl séu á milli húsleitanna. Reuters-fréttastofan segir að húsleitin hjá ABC hafi tengst nokkrum fréttum þess árið 2017 um ásakanir um að ástralskir hermenn kunni að hafa framið stríðsglæpi í Afganistan. Leitað var hjá ritstjóra News Corp vegna frétta dagblaðs þess um að ástralska leyniþjónustan vildi fylgjast með fólki með því að komast inn í tölvupóst þess, bankareikninga og smáskilaboð í fyrra. AFP segir að rannsóknin á ABC hafi hafist eftir að yfirmaður herafla Ástralíu og þáverandi varnarmálaráðherra vísuðu málinu áfram árið 2017. Dómstóll hafi heimilað húsleitina og byggt á sönnunargögnum sem hafi leitt í ljós „nægilegan grun um að glæpur hefði verið framinn“.Segja húsleitirnar svívirðilega og harkalega aðgerð Fjölmiðlarnir hafa brugðist hart við húsleitunum. David Anderson, útvarpsstjóri ABC, segir afar óvenjulegt að húsleit sé gert hjá ríkisútvarpi. „Þetta eru alvarleg tíðindi og vekur upp lögmætur áhyggjur af fjölmiðlafrelsi og almennilegu aðhaldi almennings með þjóðaröryggis- og varnarmálum,“ segir hann. News Corp, sem er í eigu fjölmiðlamógúlsins Ruperts Murdoch, segir húsleitina „svívirðilega og harkalega“ og „alvarlega ógnun“. Fyrirtækið hafi áhyggjur af því hversu viljug ríkisstjórn landsins sé að grafa undan rétti almennings til að vita um mikilvægar ákvarðanir hennar. Marcus Strom, forseti stéttarfélags fjölmiðlamanna, kallaði húsleitirnar „svívirðilegar“ á Twitter. „Það er verið að gera húsleitir lögreglu hjá blaðamönnum að eðlilegum hlut. Það verður að hætta,“ sagði hann. Scott Morrison, forsætisráðherra, gerði lítið úr áhyggjum af fjölmiðlafrelsi og segir að skýrar reglur séu um notkun á leynilegum upplýsingum. „Það veldur mér aldrei áhyggjum að lögum sé framfylgt,“ sagði hann í viðtali við dagblaðið Sydney Morning Herald. Ástralía Fjölmiðlar Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Húsleitir áströlsku lögreglunnar á skrifstofum ríkisútvarpsins og á heimili ritstjóra annars miðils hafa vakið harða gagnrýni fjölmiðlamanna. Fjölmiðlarnir eru sakaðir um að hafa birt leyniskjöl um misferli ástralskra hermanna í Afganistan og áform áströlsku leyniþjónustunnar um rafræna vöktun á einstaklingum. Fulltrúar áströlsku alríkislögreglunnar AFP leituðu á skrifstofum ríkisútvarpsins ABC í Sydney í dag. Áður höfðu þeir gert húsleit heima hjá ritstjóra fjölmiðlafyrirtækisins News Corp. AFP segir að engin tengsl séu á milli húsleitanna. Reuters-fréttastofan segir að húsleitin hjá ABC hafi tengst nokkrum fréttum þess árið 2017 um ásakanir um að ástralskir hermenn kunni að hafa framið stríðsglæpi í Afganistan. Leitað var hjá ritstjóra News Corp vegna frétta dagblaðs þess um að ástralska leyniþjónustan vildi fylgjast með fólki með því að komast inn í tölvupóst þess, bankareikninga og smáskilaboð í fyrra. AFP segir að rannsóknin á ABC hafi hafist eftir að yfirmaður herafla Ástralíu og þáverandi varnarmálaráðherra vísuðu málinu áfram árið 2017. Dómstóll hafi heimilað húsleitina og byggt á sönnunargögnum sem hafi leitt í ljós „nægilegan grun um að glæpur hefði verið framinn“.Segja húsleitirnar svívirðilega og harkalega aðgerð Fjölmiðlarnir hafa brugðist hart við húsleitunum. David Anderson, útvarpsstjóri ABC, segir afar óvenjulegt að húsleit sé gert hjá ríkisútvarpi. „Þetta eru alvarleg tíðindi og vekur upp lögmætur áhyggjur af fjölmiðlafrelsi og almennilegu aðhaldi almennings með þjóðaröryggis- og varnarmálum,“ segir hann. News Corp, sem er í eigu fjölmiðlamógúlsins Ruperts Murdoch, segir húsleitina „svívirðilega og harkalega“ og „alvarlega ógnun“. Fyrirtækið hafi áhyggjur af því hversu viljug ríkisstjórn landsins sé að grafa undan rétti almennings til að vita um mikilvægar ákvarðanir hennar. Marcus Strom, forseti stéttarfélags fjölmiðlamanna, kallaði húsleitirnar „svívirðilegar“ á Twitter. „Það er verið að gera húsleitir lögreglu hjá blaðamönnum að eðlilegum hlut. Það verður að hætta,“ sagði hann. Scott Morrison, forsætisráðherra, gerði lítið úr áhyggjum af fjölmiðlafrelsi og segir að skýrar reglur séu um notkun á leynilegum upplýsingum. „Það veldur mér aldrei áhyggjum að lögum sé framfylgt,“ sagði hann í viðtali við dagblaðið Sydney Morning Herald.
Ástralía Fjölmiðlar Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira