Enski boltinn

Sarri saknar Ítalíu og gefur í skyn að hann sé að taka við Juventus

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sarri gæti verið að yfirgefa Chelsea.
Sarri gæti verið að yfirgefa Chelsea. vísir/getty
Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, segir í samtali við Vanity Fair að hann sakni Ítalíu og ýtir undir það að hann gæti tekið við Juventus.

Framtíð Sarri hefur verið mikið í umræðunni en þessi sextugi þjálfari tók við Chelsea síðasta sumar eftir að hafa stýrt Napoli í þrjú ár.

Hann stýrði Chelsea til sigurs í Evrópudeildinni á dögunum en líkur eru á því að Sarri verði arftaki Massimiliano Allegri hjá Juventus.

„Fyrir okkur Ítala er köllunin að fara heim sterk. Mér líður eins og mig vanti eitthvað. Þetta hefur verið erfitt ár. Ég finn fyrir því að ég er langt frá vinum og öldruðum foreldrum sem ég sé ekki oft,“ sagði Sarri.

„En á mínum aldri tek ég bara ákvarðanir út frá vinnu minni. Ég verð ekki að vinna í tuttugu ár í viðbót. Þetta er erfið vinna að vera á bekknum,“ bætti hann við.

Margir telja að þessi orð ýti undir þær stoðir að Sarri taki við Cristiano Ronaldo og félögum í Juventus. Hann bætti við að lokum að taki hann við öðru félagi á Ítalíu myndi það ekki skemma samband sitt við stuðningsmenn Napoli.


Tengdar fréttir

Chelsea vill stela stjóra Watford

Chelsea ætlar að næla sér í knattspyrnustjóra Watford, Javi Gracia, fari svo að Maurizio Sarri fari til Juventus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×