Enski boltinn

Sarri að hætta hjá Chelsea og taka við Juventus

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sarri er á leið aftur til Ítalíu.
Sarri er á leið aftur til Ítalíu. vísir/getty
Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, reiknar með því að verða leystur undan störfum á næstu dögum hjá félaginu til þess að geta tekið við Juventus.

Þetta herma heimildir Sky Sports fréttastofunar á Ítalíu en Juventus er án þjálfara eftir að hafa ekki endurnýjað samninginn við Massimiliano Allegri.







Sarri stýrði Chelsea til sigurs í Evrópudeildinni á dögunum en liðið vann 4-1 sigur á Arsenal í úrslitaleiknum sem fór fram í Azerbaídsjan.

Áður en Sarri tók við Chelsea stýrði hann liði Napoli svo hann snýr aftur til heimalandsins en reiknar er með því að Sarri verði tilkynntur sem stjóri ítölsku meistaranna á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×