Enski boltinn

Chelsea vill stela stjóra Watford

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Javi Gracia.
Javi Gracia. vísir/getty
Chelsea ætlar að næla sér í knattspyrnustjóra Watford, Javi Gracia, fari svo að Maurizio Sarri fari til Juventus.  ESPN greinir frá.

Þrátt fyrir að Sarri hafi stýrt Chelsea til sigurs í Evrópudeildinni á sínu fyrsta tímabili þá er Ítalinn sterklega orðaður við Juventus.

Massimiliano Allegri, sem yfirgaf Juventus í maí, hefur verið orðaður við Chelsea í einföldum skiptum á knattspyrnustjórum. Hins vegar segja heimildir ESPN að Chelsea vilji ekki ráða þriðja ítalska stjórann þar sem leikmönnum hefur gengið illa að aðlagast leikstíl Sarri og Antonio Conte.

Maðurinn sem hefur heillað forráðamenn Chelsea mest er Spánverjinn Gracia. Hann hefur gert góða hluti hjá Watford á síðasta eina og hálfa tímabilinu.

Hann stýrði Watford til úrslita í ensku bikarkeppninni og liðið endaði í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×