Ríkisstjórn Orban herðir tökin á vísindarannsóknum Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2019 12:31 Frá mótmælum við Vísindaakademíu Ungverjalands í Búdapest á sunnudag. Vísir/EPA Stjórn Vísindaakademíu Ungverjalands færist að miklu leyti í hendur stjórnvalda verði frumvarp sem ríkisstjórn Viktors Orban, forsætisráðherra, að lögum. Orban hefur hert tök ríkisstjórnarinnar á opinberum lífi, þar á meðal dómstólum, fjölmiðlum og háskólum, í valdatíð sinni. Vísindamenn hafa mótmælt fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar. Akademían sagði sjálf í síðustu viku að ríkisstjórnin vildi ná „fullri pólitískri stjórn“ á mikilvægum rannsóknum. Þúsundir mótmæltu frumvarpinu á götum Búdapest á sunnudag.Að sögn Reuters-fréttastofunnar yrði nýtt ellefu manna ráð sett yfir vísindaakademíuna undir forystu nýsköpunar- og tæknimálaráðherrans. Ráðið ákvæði hvaða rannsóknarefni fengju fjárveitingu og fylgdist með notkun fjármuna. Forsætisráðherrann sæi um að skipa fulltrúa í ráðið að tillögu ráðherrans. Ríkisstjórn Orban hefur sagt að þau verkefni sem stuðli beint að samkeppnishæfni ungversks efnahagslífs yrðu sett í forgang. Einstakar rannsóknarstofnanir eiga svo að heyra undir þrettán manna stjórn með sex fulltrúum ríkisstjórnarinnar og sex frá fræðasamfélaginu. Forsætisráðherrann myndi skipa oddvita stjórnarinnar. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segist ætla að fylgjast grannt með þróun mála í Ungverjalandi og hvatti ríkisstjórn Orban til þess að taka engar ákvarðanir sem takmarki vísindalegt og akademískt frelsi. Orban, sem segist sjálfur stefna að „ófrjálslyndu lýðræði“ í Ungverjalandi, hefur áður hlutast til um hvað ungverskir háskólar eigi og eigi ekki að kenna. Þannig vildi hann banna kennslu á kynjafræði. Þá kom ríkisstjórn hans því til leiðar að loka þurfti Miðevrópuháskólanum í Búdapest í fyrra. Ungverjaland Vísindi Tengdar fréttir Orbán segir mótmælin einkennast af „vænisjúkum öskrum“ Þúsundir Ungverja hafa safnast saman á götum úti síðustu daga til að mótmæla lögum sem veita atvinnurekendum heimild til að krefja starfmenn um að vinna fjögur hundruð yfirvinnutíma á ári. 21. desember 2018 13:40 George Soros maður ársins hjá Financial Times Breska dagblaðið Financial Times hefur valið ungversk-bandaríska auðjöfurinn George Soros sem mann ársins 19. desember 2018 10:15 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Sjá meira
Stjórn Vísindaakademíu Ungverjalands færist að miklu leyti í hendur stjórnvalda verði frumvarp sem ríkisstjórn Viktors Orban, forsætisráðherra, að lögum. Orban hefur hert tök ríkisstjórnarinnar á opinberum lífi, þar á meðal dómstólum, fjölmiðlum og háskólum, í valdatíð sinni. Vísindamenn hafa mótmælt fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar. Akademían sagði sjálf í síðustu viku að ríkisstjórnin vildi ná „fullri pólitískri stjórn“ á mikilvægum rannsóknum. Þúsundir mótmæltu frumvarpinu á götum Búdapest á sunnudag.Að sögn Reuters-fréttastofunnar yrði nýtt ellefu manna ráð sett yfir vísindaakademíuna undir forystu nýsköpunar- og tæknimálaráðherrans. Ráðið ákvæði hvaða rannsóknarefni fengju fjárveitingu og fylgdist með notkun fjármuna. Forsætisráðherrann sæi um að skipa fulltrúa í ráðið að tillögu ráðherrans. Ríkisstjórn Orban hefur sagt að þau verkefni sem stuðli beint að samkeppnishæfni ungversks efnahagslífs yrðu sett í forgang. Einstakar rannsóknarstofnanir eiga svo að heyra undir þrettán manna stjórn með sex fulltrúum ríkisstjórnarinnar og sex frá fræðasamfélaginu. Forsætisráðherrann myndi skipa oddvita stjórnarinnar. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segist ætla að fylgjast grannt með þróun mála í Ungverjalandi og hvatti ríkisstjórn Orban til þess að taka engar ákvarðanir sem takmarki vísindalegt og akademískt frelsi. Orban, sem segist sjálfur stefna að „ófrjálslyndu lýðræði“ í Ungverjalandi, hefur áður hlutast til um hvað ungverskir háskólar eigi og eigi ekki að kenna. Þannig vildi hann banna kennslu á kynjafræði. Þá kom ríkisstjórn hans því til leiðar að loka þurfti Miðevrópuháskólanum í Búdapest í fyrra.
Ungverjaland Vísindi Tengdar fréttir Orbán segir mótmælin einkennast af „vænisjúkum öskrum“ Þúsundir Ungverja hafa safnast saman á götum úti síðustu daga til að mótmæla lögum sem veita atvinnurekendum heimild til að krefja starfmenn um að vinna fjögur hundruð yfirvinnutíma á ári. 21. desember 2018 13:40 George Soros maður ársins hjá Financial Times Breska dagblaðið Financial Times hefur valið ungversk-bandaríska auðjöfurinn George Soros sem mann ársins 19. desember 2018 10:15 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Sjá meira
Orbán segir mótmælin einkennast af „vænisjúkum öskrum“ Þúsundir Ungverja hafa safnast saman á götum úti síðustu daga til að mótmæla lögum sem veita atvinnurekendum heimild til að krefja starfmenn um að vinna fjögur hundruð yfirvinnutíma á ári. 21. desember 2018 13:40
George Soros maður ársins hjá Financial Times Breska dagblaðið Financial Times hefur valið ungversk-bandaríska auðjöfurinn George Soros sem mann ársins 19. desember 2018 10:15
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent