Facebook stefnt vegna svindls

John de Mol, hollenskur auðjöfur, hefur höfðað mál gegn Facebook og heldur því fram að miðillinn hafi leyft sviksömum auglýsendum að nota nafn sitt og ímynd til þess að klekkja á fólki með Bitcoin-svindli.
Auglýsingarnar gengu út á að fá fólk til að senda peninga til þess að kaupa Bitcoin eða aðrar rafmyntir og var de Mol sagður tengjast viðskiptunum. Lögmenn hans segja svikahrappana hafa náð að sanka að sér nær tveimur milljónum evra.
Íslendingar hafa margir tekið eftir sams konar svikaauglýsingum undanfarna daga. Þar er Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og athafnamaður, sagður ljóstra upp um spennandi gróðatækifæri.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.