Pelosi vill sjá Trump á bak við lás og slá Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2019 12:27 Pelosi reynir enn að halda aftur af flokkssystkinum sínum sem vilja ólm kæra Trump forseta fyrir embættisbrot. Vísir/EPA Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði þingmönnum sínum í Demókrataflokknum að hún vilji ekki kæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot heldur sjá hann „í fangelsi“. Pelosi er nú undir miklum þrýstingi frá flokkssystkinum sínum um að byrja ferli sem leiði til kæru á hendur forsetanum. Skiptar skoðanir eru innan Demókrataflokksins um hvort rétt sé að kæra Trump fyrir embættisbrot. Róttækari flokksmenn vilja ólmir koma ferlinu af stað enda telja þeir að forsetinn hafi gerst sekur um spillingu í embætti. Aðrir, Pelosi þar á meðal, eru hikandi. Þeir vita sem er að víðtækur stuðningur í þjóðfélaginu við kæru á hendur Trump er ekki fyrir hendi ef marka má skoðanakannanir. Jafnvel þó að fulltrúadeildin, þar sem demókratar ráða ríkjum, samþykkti að kæra Trump kæmi öldungadeildin, þar sem repúblikanar eru með meirihluta, aldrei til með að sakfella hann. Betra sé því að treysta á að frambjóðandi demókrata sigri Trump í forsetakosningunum á næsta ári en að hefja kæruferli sem gæti reynt óvinsælt og aflað forsetanum samúðar.Situr fast við sinn keipPolitico segir að Pelosi hafi tekist á við Jerry Nadler, formann dómsmálanefndar fulltrúadeildarinnar sem rannsakar nú Trump, á fundi með öðrum demókrötum á þriðjudagskvöld. Nadler hafi þrýst á Pelosi að leyfa sér að hefja rannsókn til að undirbúa kæru á hendur Trump. Pelosi hafa staðið fast á sínu og neitað. „Ég vil ekki sjá hann kærðan fyrir embættisbrot, ég vil sjá hann í fangelsi,“ sagði Pelosi á fundinum, að sögn demókrata á fundinum sem Politico ræddi við. Hún vilji að Trump fari frá með kosningum og verði þá ákærður fyrir meinta glæpi. Pelosi hefur áður sagt að hún telji að Trump forseti hylmi nú yfir glæpi sem hann hafi framið. Á meðal þess sem demókratar vilja rannsaka eru mögulegir hagsmunaárekstrar Trump og spilling. Þá komu fram upplýsingar í skýrslu Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um að forsetinn hafi hindrað framgang réttvísinnar þegar hann reyndi ítrekað að leggja stein í götu rannsóknar hans. Trump og Hvíta húsið hafa brugðist við kröfum fulltrúadeildarinnar um gögn og vitnisburð með því að hunsa stefnur þingnefnda. Tekist er á um stefnurnar fyrir dómstólum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. 29. maí 2019 15:39 Hvíta húsið skipar fyrrverandi starfsmönnum að hunsa þingið Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings krafði starfsmenninna gagna með stefnu í síðasta mánuði. 4. júní 2019 15:52 Trump strunsaði út af fundi með demókrötum Fátíð tilraun repúblikana og demókrata til þverpólitískrar sáttar fór út um þúfur þegar Trump forseti tók ummæli þingforsetans um yfirhylmingu óstinn upp. 22. maí 2019 17:02 Æ fleiri demókratar hoppa á ákæruvagninn Hópur fulltrúadeildarþingmanna demókrata hefur kallað eftir því að ferlið til að ákæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot verði hafið. Leiðtogar demókrata hafa hingað til staðist þrýsting samflokksmanna sinna og lagt áherslu á ljúka skuli þeim fjölmörgu rannsóknum sem þingnefndir fulltrúadeildarinnar vinna nú að. 21. maí 2019 23:30 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði þingmönnum sínum í Demókrataflokknum að hún vilji ekki kæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot heldur sjá hann „í fangelsi“. Pelosi er nú undir miklum þrýstingi frá flokkssystkinum sínum um að byrja ferli sem leiði til kæru á hendur forsetanum. Skiptar skoðanir eru innan Demókrataflokksins um hvort rétt sé að kæra Trump fyrir embættisbrot. Róttækari flokksmenn vilja ólmir koma ferlinu af stað enda telja þeir að forsetinn hafi gerst sekur um spillingu í embætti. Aðrir, Pelosi þar á meðal, eru hikandi. Þeir vita sem er að víðtækur stuðningur í þjóðfélaginu við kæru á hendur Trump er ekki fyrir hendi ef marka má skoðanakannanir. Jafnvel þó að fulltrúadeildin, þar sem demókratar ráða ríkjum, samþykkti að kæra Trump kæmi öldungadeildin, þar sem repúblikanar eru með meirihluta, aldrei til með að sakfella hann. Betra sé því að treysta á að frambjóðandi demókrata sigri Trump í forsetakosningunum á næsta ári en að hefja kæruferli sem gæti reynt óvinsælt og aflað forsetanum samúðar.Situr fast við sinn keipPolitico segir að Pelosi hafi tekist á við Jerry Nadler, formann dómsmálanefndar fulltrúadeildarinnar sem rannsakar nú Trump, á fundi með öðrum demókrötum á þriðjudagskvöld. Nadler hafi þrýst á Pelosi að leyfa sér að hefja rannsókn til að undirbúa kæru á hendur Trump. Pelosi hafa staðið fast á sínu og neitað. „Ég vil ekki sjá hann kærðan fyrir embættisbrot, ég vil sjá hann í fangelsi,“ sagði Pelosi á fundinum, að sögn demókrata á fundinum sem Politico ræddi við. Hún vilji að Trump fari frá með kosningum og verði þá ákærður fyrir meinta glæpi. Pelosi hefur áður sagt að hún telji að Trump forseti hylmi nú yfir glæpi sem hann hafi framið. Á meðal þess sem demókratar vilja rannsaka eru mögulegir hagsmunaárekstrar Trump og spilling. Þá komu fram upplýsingar í skýrslu Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um að forsetinn hafi hindrað framgang réttvísinnar þegar hann reyndi ítrekað að leggja stein í götu rannsóknar hans. Trump og Hvíta húsið hafa brugðist við kröfum fulltrúadeildarinnar um gögn og vitnisburð með því að hunsa stefnur þingnefnda. Tekist er á um stefnurnar fyrir dómstólum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. 29. maí 2019 15:39 Hvíta húsið skipar fyrrverandi starfsmönnum að hunsa þingið Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings krafði starfsmenninna gagna með stefnu í síðasta mánuði. 4. júní 2019 15:52 Trump strunsaði út af fundi með demókrötum Fátíð tilraun repúblikana og demókrata til þverpólitískrar sáttar fór út um þúfur þegar Trump forseti tók ummæli þingforsetans um yfirhylmingu óstinn upp. 22. maí 2019 17:02 Æ fleiri demókratar hoppa á ákæruvagninn Hópur fulltrúadeildarþingmanna demókrata hefur kallað eftir því að ferlið til að ákæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot verði hafið. Leiðtogar demókrata hafa hingað til staðist þrýsting samflokksmanna sinna og lagt áherslu á ljúka skuli þeim fjölmörgu rannsóknum sem þingnefndir fulltrúadeildarinnar vinna nú að. 21. maí 2019 23:30 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. 29. maí 2019 15:39
Hvíta húsið skipar fyrrverandi starfsmönnum að hunsa þingið Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings krafði starfsmenninna gagna með stefnu í síðasta mánuði. 4. júní 2019 15:52
Trump strunsaði út af fundi með demókrötum Fátíð tilraun repúblikana og demókrata til þverpólitískrar sáttar fór út um þúfur þegar Trump forseti tók ummæli þingforsetans um yfirhylmingu óstinn upp. 22. maí 2019 17:02
Æ fleiri demókratar hoppa á ákæruvagninn Hópur fulltrúadeildarþingmanna demókrata hefur kallað eftir því að ferlið til að ákæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot verði hafið. Leiðtogar demókrata hafa hingað til staðist þrýsting samflokksmanna sinna og lagt áherslu á ljúka skuli þeim fjölmörgu rannsóknum sem þingnefndir fulltrúadeildarinnar vinna nú að. 21. maí 2019 23:30