Trump strunsaði út af fundi með demókrötum Kjartan Kjartansson skrifar 22. maí 2019 17:02 Trump ræddi við fréttamenn eftir að hann strunsaðu út af fundinum með demókrötum. Þar var tilbúið skilti með tölfræði um Mueller-skýrsluna sem var stillt upp fyrir framan ræðupúltið. Vísir/AP Fundi leiðtoga demókrata með Donald Trump Bandaríkjaforseta um fjárfestingar í innviðum í Hvíta húsinu lauk áður en hann gat hafist af alvöru í dag. Trump strunsaði út af fundinum eftir aðeins þrjár mínútur, áður en nokkur annar gat komið orði að. Forsetinn var bálreiður út í forseta fulltrúadeildarinnar sem sakaði hann um „yfirhylmingu“ fyrr í dag. Grunnt hefur verið á því góða á milli Hvíta hússins og demókrata undanfarnar vikur. Trump forseti hefur ákveðið að hunsa allar kröfur og stefnur þingnefnda fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, þar sem demókratar eru með meirihluta, um upplýsingar í tengslum við rannsóknir þeirra. Óánægja með framferði Hvíta hússins braust fram á fundi fulltrúadeildarþingmanna demókrata í morgun. Þar sagði Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, að Trump stæði nú í „yfirhylmingu“. „Við trúum því að það sé mikilvægt að fylgja staðreyndunum eftir. Við trúum því að enginn sé yfir lögin hafinn, þar á meðal forseti Bandaríkjanna og við trúum því að forseti Bandaríkjanna standi nú í yfirhylmingu,“ sagði Pelosi við fréttamenn eftir fundinn. Pelosi lét þó vera að kalla eftir því að fulltrúadeildin hefji undirbúning á því að kæra Trump fyrir embættisbrot eins og ýmsir róttækari þingmenn í flokki hennar krefjast.Pelosi og Schumer sögðust forviða þegar þau ræddu við fréttamenn eftir að Trump skildi þau eftir í rykinu.Vísir/EPAEkkert samstarf á meðan rannsóknir standa yfir Ummælin féllu í grýttan jarðveg hjá Trump rétt fyrir fund hans með leiðtogum demókrata í Hvíta húsinu. Ætlunin þar var að ræða um fjárfestingar í innviðum sem báðir flokkar eru sammála um að þörf sé á. Þeim fundi lauk innan nokkurra mínútna þegar forsetinn rauk á dyr. Trump er sagður hafa komið á fundinn fimmtán mínútum of seinn án þess að taka í hönd nokkurs eða setjast niður. Honum hafi verið mikið niðri fyrir, að sögn Washington Post. Hann hafi sagst vilja ræða um innviðauppbyggingu, viðskipti og fleira. Ummæli Pelosi hafi komið í veg fyrir það. „Pelosi þingforseti sagði svolítið hræðilegt í dag og sakaði mig um yfirhylmingu,“ á Trump að hafa sagt áður en hann yfirgaf fundinn, samkvæmt heimildum New York Times. Hélt Trump út í Rósagarðinn við Hvíta húsið og þar sem hann ræddi við fréttamenn, augljóslega heitt í hamsi. Þar sagði hann demókrötum að „ljúka þessum fölsku rannsóknum af“. Þeir gætu ekki sett lög og rannsakað hann á sama tíma. „Við förum bara eina leið í einu,“ sagði Trump sem stóð fyrir aftan spjald sem á var letrað „ekkert samráð, engin hindrun. Það hefur verið viðkvæði hans um niðurstöðu skýrslu Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, um rannsóknina á meintu samráði forsetaframboðs Trump við Rússa og tilraunir hans til að hindra framgang réttvísinnar. „Í stað þess að ganga glaður á fund geng ég inn og sé fólk sem segir að ég standi í yfirhylmingu,“ sagði Trump. Undir þeim kringumstæðum gæti hann ekki unnið með demókrötum að innviðauppbyggingu. Forsetinn var hvergi nærri hættur og beindi reiði sinni að Mueller-skýrslunni. Ávítti hann fréttamenn fyrir hvernig þeir hafa fjallað um hana. „Þetta var allt saman tilraun til að taka niður forseta Bandaríkjanna og í hreinskilni ættuð þið að skammast ykkar fyrir hvernig þið hafið sagt frá rannsókninni svo óheiðarlega,“ hreitti forsetinn út úr sér.Gapandi yfir framferði forsetans Pelosi og Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, sögðu slegin yfir framkomu Trump eftir óvænta blaðamannafundinn í Rósagarðinum. „Að sjá það sem gerðist í Hvíta húsinu skilur mann eftir gapandi,“ sagði Schumer. „Af einhverri ástæðu, kannski var það skortur á sjálfstrausti af hans hálfu […] sat hann bara hjá og það lætur mig bara furða mig á hvers vegna. Hvað sem því líður bið ég fyrir forseta Bandaríkjanna og ég bið fyrir Bandaríkjunum,“ sagði Pelosi.Speaker Pelosi: 'I pray for the president' pic.twitter.com/ZyYpf0zSGt— Reuters Top News (@Reuters) May 22, 2019 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Lögfræðiálit skattsins taldi skylt að afhenda skattskýrslur Trump Ríkisstjórn Trump hefur neitað að afhenda skattskýrslur hans. Minnisblað sem var unnið hjá skattstofu Bandaríkjanna gengur þvert gegn rökstuðningnum fyrir þeirri ákvörðun. 22. maí 2019 10:54 Trump áfrýjar úrskurði um fjárhagsupplýsingar hans Alríkisdómari úrskurðaði í gær að þingnefnd mætti krefjast gagnanna. Forsetinn hefur nú áfrýjað til æðra dómstigs. 21. maí 2019 14:52 Æ fleiri demókratar hoppa á ákæruvagninn Hópur fulltrúadeildarþingmanna demókrata hefur kallað eftir því að ferlið til að ákæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot verði hafið. Leiðtogar demókrata hafa hingað til staðist þrýsting samflokksmanna sinna og lagt áherslu á ljúka skuli þeim fjölmörgu rannsóknum sem þingnefndir fulltrúadeildarinnar vinna nú að. 21. maí 2019 23:30 Óttast fordæmið sem Trump er að setja með baráttu gegn þinginu Sífellt fleiri þingmenn Demókrataflokksins kalla hærra eftir því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefji rannsókn sem gæti endað með því að Donald Trump, forseti, verði ákærður fyrir embættisbrot. 22. maí 2019 13:07 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Níu ráðherrar funda með Höllu Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Fundi leiðtoga demókrata með Donald Trump Bandaríkjaforseta um fjárfestingar í innviðum í Hvíta húsinu lauk áður en hann gat hafist af alvöru í dag. Trump strunsaði út af fundinum eftir aðeins þrjár mínútur, áður en nokkur annar gat komið orði að. Forsetinn var bálreiður út í forseta fulltrúadeildarinnar sem sakaði hann um „yfirhylmingu“ fyrr í dag. Grunnt hefur verið á því góða á milli Hvíta hússins og demókrata undanfarnar vikur. Trump forseti hefur ákveðið að hunsa allar kröfur og stefnur þingnefnda fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, þar sem demókratar eru með meirihluta, um upplýsingar í tengslum við rannsóknir þeirra. Óánægja með framferði Hvíta hússins braust fram á fundi fulltrúadeildarþingmanna demókrata í morgun. Þar sagði Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, að Trump stæði nú í „yfirhylmingu“. „Við trúum því að það sé mikilvægt að fylgja staðreyndunum eftir. Við trúum því að enginn sé yfir lögin hafinn, þar á meðal forseti Bandaríkjanna og við trúum því að forseti Bandaríkjanna standi nú í yfirhylmingu,“ sagði Pelosi við fréttamenn eftir fundinn. Pelosi lét þó vera að kalla eftir því að fulltrúadeildin hefji undirbúning á því að kæra Trump fyrir embættisbrot eins og ýmsir róttækari þingmenn í flokki hennar krefjast.Pelosi og Schumer sögðust forviða þegar þau ræddu við fréttamenn eftir að Trump skildi þau eftir í rykinu.Vísir/EPAEkkert samstarf á meðan rannsóknir standa yfir Ummælin féllu í grýttan jarðveg hjá Trump rétt fyrir fund hans með leiðtogum demókrata í Hvíta húsinu. Ætlunin þar var að ræða um fjárfestingar í innviðum sem báðir flokkar eru sammála um að þörf sé á. Þeim fundi lauk innan nokkurra mínútna þegar forsetinn rauk á dyr. Trump er sagður hafa komið á fundinn fimmtán mínútum of seinn án þess að taka í hönd nokkurs eða setjast niður. Honum hafi verið mikið niðri fyrir, að sögn Washington Post. Hann hafi sagst vilja ræða um innviðauppbyggingu, viðskipti og fleira. Ummæli Pelosi hafi komið í veg fyrir það. „Pelosi þingforseti sagði svolítið hræðilegt í dag og sakaði mig um yfirhylmingu,“ á Trump að hafa sagt áður en hann yfirgaf fundinn, samkvæmt heimildum New York Times. Hélt Trump út í Rósagarðinn við Hvíta húsið og þar sem hann ræddi við fréttamenn, augljóslega heitt í hamsi. Þar sagði hann demókrötum að „ljúka þessum fölsku rannsóknum af“. Þeir gætu ekki sett lög og rannsakað hann á sama tíma. „Við förum bara eina leið í einu,“ sagði Trump sem stóð fyrir aftan spjald sem á var letrað „ekkert samráð, engin hindrun. Það hefur verið viðkvæði hans um niðurstöðu skýrslu Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, um rannsóknina á meintu samráði forsetaframboðs Trump við Rússa og tilraunir hans til að hindra framgang réttvísinnar. „Í stað þess að ganga glaður á fund geng ég inn og sé fólk sem segir að ég standi í yfirhylmingu,“ sagði Trump. Undir þeim kringumstæðum gæti hann ekki unnið með demókrötum að innviðauppbyggingu. Forsetinn var hvergi nærri hættur og beindi reiði sinni að Mueller-skýrslunni. Ávítti hann fréttamenn fyrir hvernig þeir hafa fjallað um hana. „Þetta var allt saman tilraun til að taka niður forseta Bandaríkjanna og í hreinskilni ættuð þið að skammast ykkar fyrir hvernig þið hafið sagt frá rannsókninni svo óheiðarlega,“ hreitti forsetinn út úr sér.Gapandi yfir framferði forsetans Pelosi og Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, sögðu slegin yfir framkomu Trump eftir óvænta blaðamannafundinn í Rósagarðinum. „Að sjá það sem gerðist í Hvíta húsinu skilur mann eftir gapandi,“ sagði Schumer. „Af einhverri ástæðu, kannski var það skortur á sjálfstrausti af hans hálfu […] sat hann bara hjá og það lætur mig bara furða mig á hvers vegna. Hvað sem því líður bið ég fyrir forseta Bandaríkjanna og ég bið fyrir Bandaríkjunum,“ sagði Pelosi.Speaker Pelosi: 'I pray for the president' pic.twitter.com/ZyYpf0zSGt— Reuters Top News (@Reuters) May 22, 2019
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Lögfræðiálit skattsins taldi skylt að afhenda skattskýrslur Trump Ríkisstjórn Trump hefur neitað að afhenda skattskýrslur hans. Minnisblað sem var unnið hjá skattstofu Bandaríkjanna gengur þvert gegn rökstuðningnum fyrir þeirri ákvörðun. 22. maí 2019 10:54 Trump áfrýjar úrskurði um fjárhagsupplýsingar hans Alríkisdómari úrskurðaði í gær að þingnefnd mætti krefjast gagnanna. Forsetinn hefur nú áfrýjað til æðra dómstigs. 21. maí 2019 14:52 Æ fleiri demókratar hoppa á ákæruvagninn Hópur fulltrúadeildarþingmanna demókrata hefur kallað eftir því að ferlið til að ákæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot verði hafið. Leiðtogar demókrata hafa hingað til staðist þrýsting samflokksmanna sinna og lagt áherslu á ljúka skuli þeim fjölmörgu rannsóknum sem þingnefndir fulltrúadeildarinnar vinna nú að. 21. maí 2019 23:30 Óttast fordæmið sem Trump er að setja með baráttu gegn þinginu Sífellt fleiri þingmenn Demókrataflokksins kalla hærra eftir því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefji rannsókn sem gæti endað með því að Donald Trump, forseti, verði ákærður fyrir embættisbrot. 22. maí 2019 13:07 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Níu ráðherrar funda með Höllu Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Lögfræðiálit skattsins taldi skylt að afhenda skattskýrslur Trump Ríkisstjórn Trump hefur neitað að afhenda skattskýrslur hans. Minnisblað sem var unnið hjá skattstofu Bandaríkjanna gengur þvert gegn rökstuðningnum fyrir þeirri ákvörðun. 22. maí 2019 10:54
Trump áfrýjar úrskurði um fjárhagsupplýsingar hans Alríkisdómari úrskurðaði í gær að þingnefnd mætti krefjast gagnanna. Forsetinn hefur nú áfrýjað til æðra dómstigs. 21. maí 2019 14:52
Æ fleiri demókratar hoppa á ákæruvagninn Hópur fulltrúadeildarþingmanna demókrata hefur kallað eftir því að ferlið til að ákæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot verði hafið. Leiðtogar demókrata hafa hingað til staðist þrýsting samflokksmanna sinna og lagt áherslu á ljúka skuli þeim fjölmörgu rannsóknum sem þingnefndir fulltrúadeildarinnar vinna nú að. 21. maí 2019 23:30
Óttast fordæmið sem Trump er að setja með baráttu gegn þinginu Sífellt fleiri þingmenn Demókrataflokksins kalla hærra eftir því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefji rannsókn sem gæti endað með því að Donald Trump, forseti, verði ákærður fyrir embættisbrot. 22. maí 2019 13:07
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent